Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bungu Merkurranans, í um 210 m h.y.s., eru leifar eftir bæjarstæði. Þessar
byggðaleifar eru nú sem óðast að hverfa ofan í gil það, sem myndast hefur rétt
vestan þeirra (14. mynd). Þær munu fyrst hafa komið í ljós í kringum 1970
(Gestur Guðfinnsson, 1972, bls. 129 & pers. ummæli). Fyrstu munir tíndir
upp af staðnum og afhentir Þjóðminjasafni eru skráðir 1974. Engar sagnir eru
til um bæ á þessum stað og hefur hann því ekkert öruggt nafn sem vitað er
um. í fundabókum Þjóðminjasafnsins er bæjarstæðið nefnt Þuriðarstaðir
efri, og verður því heiti haldið hér. Leifar þessar hafa líklega verið yfirgrónar
og ómerkjanlegar á yfirborðinu þar til þær fóru að blása upp. Allt svæðið er
nú uppblásið, þó nokkur gróður hafi náð að festa rætur í gilbotninum, og
liggja veggjasteinarnir ofan á móhellu.
Sumarið 1980 mátti á þessum stað greinilega sjá útlínur langhúss syðst á
svæðinu (14. mynd, lengst til hægri). Vísar það í 160°, meðfram gilbarm-
inum, og var, að því er virtist, um 15 m langt. Langhliðar hússins markast af
tveimur gisnum, samsíða röðum stórra veggjasteina, með tæplega 5 m milli-
bili. Rétt norðan við þessar byggðaleifar hefur vatn myndað grunnan farveg
(þar sem skil verða á grjótdreif á 15. mynd), en þar norðan við er grjótdreif á
afmörkuðu svæði. Hafa þar án efa verið mannvirki, líklega fleiri en eitt, en nú
er ekki unnt að greina útlínur þeirra. Sumarið 1981 voru byggðaleifarnar að
mestu dregnar upp (15. mynd). Hafði grjótdreifin þá færst allmikið úr stað
frá því sumarið áður, og ’langhúsið* var mun ógreinilegra. Fimm kljásteinar
voru í hnapp við norðvesturenda ’langhússins', og á svæði þess fundust
líparítsteinvölur, sömu tegundar og þær sem fundust á Þuríðarstöðum og
Steinfinnsstöðum. Þá voru einnig dreifð á þessu svæði brýnisbrot og brennd
bein.
Grjótdreifarsvæðið norðan við ’langhúsið* og vatnsfarveginn fyrrnefnda,
virtist vera þrískipt, en það gefur e.t.v. til kynna, að þarna hafi verið þrjú hús.
Grjótið var allt brotið og veðrað, en meðal þess mátti greina hellur, hraun-
steina og móberg. Ekki sáust lengur útlínur neinna veggja. Á suð-vestasta
grjótdreifarsvæðinu, því sem næst er gilinu, fundust tveir kljásteinar (annar
þeirra er teiknaður á mynd 20) og a.m.k. tveir aðrir steinar með vatnsmynd-
uðum holum í, þó ekki væru á þeim göt.
Hér á eftir fylgir listi yfir alla þá muni, sem fundist hafa á þessum stað.
1. Hringprjónn (Þjms. 1977: 52, mynd 16,1), úr bronsi. Prjónninn er flatur um miðbikið, en
tigullaga við oddinn. Lengd prjóns 12.9 sm, breidd mest 0.9 sm, þykkt mest 0.35 sm,
þvermál hrings (utan) 3.0 sm; tigullaga í þverskurð. Hringprjónn þessi er skrautlaus og af
einföldustu gerð; er prjónninn beygður utan um hringinn. Tom Fanning (1969, bls. 6—11)
hefur flokkað hringprjóna á írlandi eftir gerð og reynt að tímasetja þá. Þessi fellur helst í 1.
flokk, en sú tegund er mjög algeng, bæði í bronsi og járni, og var langlíf. Á írlandi er hann
tímasettur á milli 7. aldar og fyrr og 10. aldar og síðar. Sama tegund er einnig algeng í