Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
19. mynd. Teiknaöir munir frá Þuríðarstöðum. Fig. 19. Drawn objects from Thuridarstadir efri.
og hvelfdan haus, skreytt að ofan. Lengd 1.4 sm, breidd 1.3 sm, þykkt 0.5 sm. Lengd nagl-
ans, sem er brotinn, er 0.5 sm, þykkt 0.2 sm. Skrautið er blaðskraut: tvær upprúllaðar
blöðkur sameinast í stilki, sem siðan klofnar aftur í eins og þríarma lilju. Utan um hana er
svo til tigullaga rammi, sem gengur niður í fyrrnefndar blöðkur. Brún bólunnar er mjög
eydd, en meðfram henni hefur verið skrautband, gert úr því sem virðist vera skornir, af-
langir hringir.
John Cherry, safnvörður í miðaldadeild British Museum, taldi skraut af þessari gerð vera
frá 12. eða 13. öld, en ekki tókst að finna neitt samanburðarefni.
4. Hnífsoddur (Þjms. 1974: 231, mynd 16,4), úr járni. Lengd 4.3 sm, breidd 0.7—1.9 sm,
þykkt 0.2—0.35 sm. Þríhyrndur i þverskurð.
5. Skeifubrot (Þjms. 1977: 54, mynd 17,1), úr járni, með tveimur nöglum í. Mest haf 8.45 sm,
breidd 0.9—2.3 sm, þykkt 0.3—1.1 sm. Lengd nagla2.8 sm. Ryðgað. Skeifur voru ekki not-
aðar á íslandi, né á hinum Norðurlöndunum, fyrr en á 11. eða 12. öld (K.E., 1956, bls. 259).