Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 45
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
49
6. Skeifa (Þjms. 1977: 95, mynd 17,2), úr járni, heil. Breidd 9.5 sm, hæð 7.8 sm, breidd skeifu-
járnsins 1.65—2.65 sm, þykkt 0.5—0.7 sm. Endarnir eru aðeins uppbrettir. Fjögur göt eru á
henni, misstór, 1.05—1.4 sm á lengd, 0.45—0.75 sm á breidd.
7. Járnflísar (Þjms. 1974: 116, mynd 18,1), þrjú brot, líklega öll úr sama hlutnum. Lengd
stærsta brotsins 2.7 sm, breidd mest 0.5 sm, þykkt 0.3 sm.
8. Járngaddur (Þjms. 1974: 151), brotinn og veðraður. Lengd 3.4 sm, þykkt 0.7—0.8 sm.
9. Gjallmoli (Þjms. 1974: 117).
10. Steinflaga (Þjms. 1977: 53, mynd 18,2), úr sandsteini, með gati og skrauti ristu ofan á. Egg-
laga. Lengd 3.6 sm, breidd 3.0 sm, þykkt mest 0.8 sm, þvermál gats 0.95 sm. Brotið er út úr
gatinu, og eru rákir ristar út frá því og mynda fleti, sem síðan eru fylltir þverrákum. Þetta
hefur greinilega flagast ofan af stærri steini: neðri hlið flögunnar er hrjúf. Brúnirnar eru
eyddar. Hugsanlegt er, að flaga þessi sé t.d. ofan af snældusnúði.
11. Heinarbrýni (Þjms. 1974: 150, mynd 18,3), úr fíngerðum sandsteini. Brotið er af öðrum
endanum, en gat á hinum. Lengd 5.5 sm, breidd 2.5 sm, þykkt mest 1.0 sm, þvermál gats
0.45 sm.
1980 fundust eftirtaldir munir.
12. Brýnisbrot (Þjms. 1.7. 1981, mynd 18,4), úr flögubergi, klofið og brotið. Lengd 5.6 sm,
breidd 2.85 sm, þykkt 0.65 sm.
13. Brennd beinbrot og tennur, og járntittur (Þjms. 1.7. 1981).
14. Skeifubrot (Þjms. 15.7. 1982, mynd 19,1), úr járni. Annar endi skeifunnar og eitt gatið sem
brotið er um. Lengd 5.0 sm, breidd mest 2.0 sm, þykkt 0.3 sm.
15. Járn(Þjms. 15.7. 1982), e.t.v. hluti af skeifu, þó óljóst. Lengd 5.1 sm, breidd mest 1.75 sm,
þykkt mest 0.7 sm.
16. Brýnisbrot (Þjms. 15.7. 1982, mynd 19,2), klofið og brotið. Lengd 4.9 sm, breidd 1.2 sm,
þykkt mest 0.65 sm.
17. Fimm kljásteinar (Þjms. 25.7. 1981). Fundust allir í hnapp við norð-vesturenda ’langhúss-
ins‘ (sbr. 16. mynd). Steinarnir eru fremur ólögulegir í laginu, og misstórir, en hafa allir
a.m.k. eitt gat.
1. Þríhyrningslaga grágrýtissteinn, sléttur að neðan. Gatið er í horn inn um aðra hlið,
út um flötu hliðina. Mest haf 9.8 sm.
2. Óreglulega lagaður grágrýtissteinn. Sléttur á einni hlið, og er gatið þar í gegn um
brúnina sem er mjög þunn. Mest haf 8.5 sm.
3. Sléttur grágrýtissteinn, með aðeins eitt, vel stórt gat og kringlótt i gegnum eina brún-
ina. Svolítið kantaður. Mest haf 7.5 sm.
4. Stór grágrýtissteinn, flatur á annarri hlið, með stóru gati í gegnum totu. Mest haf
12.2 sm.
5. Óreglulegur grágrýtissteinn, nokkuð flatur og allstór. Lítið gat við eina brúnina.
Mest haf 12.2 sm.
1982 fundust eftirtaldir munir.
18. Skeifubrot (Þjms. 15.7. 1982, mynd 19,3), úr járni. Mest haf 9.1 sm, breidd 2.0 sm. Tvö
naglagöt eru á brotinu og er nagli í öðru þeirra.
19. Járnhringur (Þjms. 15.7. 1982, mynd 19,4). Utan-þvermál 2.9 sm. Mjög ryðgaður.
20. Kljásteinn (Þjms. 15.7. 1982, mynd 20,1), úr grágrýti, með tveimur vatnsholuðum götum.
Mest haf 8.6 sm, breidd 6.2 sm, þykkt 0.8—2.9 sm.
Munirnir frá þessum stað eru um margt mjög athyglisverðir. Þeir tveir, sem
tímasetja má nokkuð nákvæmlega, bronshluturinn (2) og hringprjónninn (1),
4