Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
20. mynd. Kljásteinn frá Þuríðarstöðum efri. Fig. 20. Loom-weight from Thurídarstadir efri.
benda einnig til hvað elstrar byggðar á staðnum. Bronshluturinn virðist vera
skorinn út úr keltneskum hlut, sem tímasetja mætti til 8. eða 9. aldar, og var
e.t.v. seinna notaður sem lóð á Þuríðarstöðum efri. Hringprjónninn er af gerð
sem á írlandi hefur verið tímasett allt frá 7. til 10. aldar og seinna, en í gröfum
á Skotlandi og Norðurlöndunum til 9. og 10. aldar. Elstu byggð á Þuríðar-
stöðum efri mætti út frá þessu setja til 9. eða 10. aldar. Vísbendingu um það,
hversu lengi byggðin hélst, má hins vegar e.t.v. fá af skeifubrotunum (5, 6, 14,
18) og skrautbólunni (3). Talið er að notkun skeifna á íslandi hafi hafist á 11.
eða 12. öld (Kristján Eldjárn, 1956, bls. 259), en skrautið á skrautbólunni
hefur verið talið til 12. eða 13. aldar. Enginn munanna fannst in situ, og ekki
er unnt að tímasetja út frá jarðlagaskiptingu, þar sem allt er nú uppblásið. Ytri
mörk mögulegrar tímasetningar byggðaleifanna út frá fundnum munum, falla
þó allvel að þeim hugmyndum sem fá má af skriflegum heimildum um byggð
á þessum slóðum, en samkvæmt þeim var byggð á Þórsmörk frá landnámsöld
(ÍF h, bls. 344—6) fram undir 12. öld (Biskupa sögur I, 1858, bls. 291 &
Sturlunga saga I, bls. 532).
Nokkurn spöl sunnan við byggðaleifar þessar, uppi á háhryggnum áður en
kemur niður í Engidal, fannst uppblásin grjótdreif — augljóslega leifar mann-
virkis. Gjallmolar voru tíndir upp á staðnum og er vitað til, að slikt hafi fund-
ist þar áður tpers. ummæli Gests Guðfinnssonar). Gjallið var greint og
reyndist vera eftir rauðablástur (sjá viðauka), en hann mun hafa verið nokkuð