Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 47
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK
51
stundaður hér á landi áður fyrr (Þorkell Jóhannesson, 1965, bls. 138—154).
Engar mýrar eru nú á Þórsmörk, þaðan sem fá hefði mátt rauða til járnvinnsl-
unnar. Eins og fyrr segir, hafa rannsóknir sýnt, að miklar breytingar hafa
orðið á Markarfljóti í gegnum aldirnar (Hreinn Haraldsson, 1981). Athuganir
voru gerðar sumarið 1980 á jarðlögum í bakka Gilsár, niður undan Kanastöð-
um, þar sem áin sameinast Markarfljóti, u.þ.b. beint norður af Þuríðarstöð-
um. Þær sýna, að þarna hefur einhvern tíma verið gróið land, sem áin hefur
síðan ruðst yfir. Augljóst er, að Markarfljót hefur eytt miklu landi undan
Þuríðarstöðum og mætti hugsa sér, að þarna niður á eyrunum hafi áður verið
mýri, sem sækja mátti rauða í.
Engir munir fundust á þessu smiðjustæði, en í Þjóðminjasafni eru eftir-
taldir munir sagðir fundnir á Engidal, þó ekki sé tilgreint hvar nákvæmlega.
Engar byggðaleifar eru þekktar eða sjáanlegar í dalnum sjálfum.
1. Hnífsblað og ró (Þjms. 1974: 192), úr járni. Lengd hnífsblaðs 9 sm, breidd 1.3 sm. Þvermál
rór 1.8 sm.
2. „Snældusnúður harður, grár með mórauðum eitlum, 3.7 x 2.0 sm. Með honum fundust
m.a. svínsjaxlar. Kom 27. .11. 1944“ (K.E., 1951, bls. 44).
Húsadalur
Inni í miðjum Húsadal eru þær byggðaleifar, sem nú eru best varðveittar á
Þórsmörk. Eru það yfirgrónar tóftir bæjarhúss og tveggja lítilla útihúsa,
leifar þeirrar byggðar sem þarna var um eins árs skeið árið 1802. Það voru
þeir Sæmundur Ögmundarson og Magnús Árnason sem þarna settu bú.
Byggð á þessum stað á þessum tíma mun hafa verið afleiðing nýbýlalaganna,
sem sett voru árið 1776 í þeim tilgangi að reyna að efla byggðina í landinu.
Voru þeim, sem byggja vildu eyðibýli, veitt ýmis fríðindi (Þorkell Jóhannes-
son, 1950, bls. 252—5). Ástæðan fyrir því, að byggð hélst aðeins um eins árs
skeið á þessum stað í það skiptið, er talin hafa verið myrkfælni og drauga-
gangur (sjá t.d. Árbók Ferðafélags íslands, 1972, bls. 107—9), en ekki er ólík-
legt, að harðbýli hafi átt einhvern þátt í því.
Engar sjáanlegar minjar eru nú um eldri byggð í dalnum. í Jarðabókinni frá
1709 segir þó, að talið sé, að byggð hafi verið í honum til forna, og samkvæmt
henni mátti þar sjá garða marga. Staðurinn var þó talinn óbyggilegur sökum
slægnaleysis og vetrarharðinda, en notaður sem afrétt úr Fljótshlíð (Jarðabók
1, 1913—1917, bls. 102). Svo til öruggt verður að telja, að einhver mannleg
umsvif hafi verið í dalnum fyrir 1802, bæði vegna fyrrnefndra ummæla og
e.t.v. einnig vegna nafns dalsins. Hvort þar var bær eða einhver önnur at-
hafnasemi, er þó óljóst. Nýbýlalögin fyrrnefndu leiða þetta ekki í ljós, þar
sem í þeim er bæði gert ráð fyrir endurbyggingu eyðibýla og uppbyggingu