Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
21. mynd. Loftmynd af byggðaleifunum í Húsadal, tekin 1980. Ljósm. höf. Fig. 21. An aerial
view of the building remains in Húsadalur, taken in 1980.
heiða og fjalldala, sem heillavænleg þættu til byggðar. Líklegast verður að
telja, að bærinn, sem byggður var í Húsadal 1802, hafi verið byggður ofan í
eldri byggðaleifar, ef um slíkar var að ræða á staðnum. Úr þessu verður þó
ekki ráðið nema með uppgrefti.
Þegar komið var í dalinn 1980, fundust eftirtaldar tóftir eftir 19. aldar
byggðina (21. mynd).
1. Ferhyrnt langhús með inngangi á miðri vesturhliðinni, vísar í 168°. Lengd 9.0 m, breidd 4.0
m, hæð 0.95 m, veggjaþykkt 1.0 m. Veggir voru heillegir, grjót- og torfhlaðnir. í norð-
vesturhorni tóftarinnar var pallur, 1.4 x 1.4 m að umfangi. Bogadregnir veggir vestur af
innganginum mynda þar nokkurs konar forgarð, 3.5 m að breidd.
2. Við austurhlið tóftarinnar er niðurgrafið svæði. Lengd 9.0 m, breidd 6.0 m. Svæði þetta,
sem er e.t.v. einhvers konar rétt, er markað hlöðnum vegg að austan, sem heldur áfram til
suðurs og myndar einnig austurvegg tveggja smátófta (3 og 4), sem þar eru.
3. Næst 1 er ferhyrnd smátóft sem vísar í 270°. Lengd 3.5 m, breidd 4.5 m, veggjaþykkt
0.8—1.7 m, hæð 0.45—1.0 m. Ekkert grjót er nú að sjá í veggjum, og enginn inngangur er
sjáanlegur. Tvær allháar birkihríslur vaxa nú inni í tóftinni.
4. Beint suður af 3 er önnur ferhyrnd tóft með útskoti til austurs. Inngangur er á
vesturlanghliðinni og vísar í 12°. Lengd 5.5 m, breidd 2.5 m, innanmál útskots 1.2 x 1.2 m.
Grjót sést í veggjum.
Tóftirnar eru allar yfirgrónar og mjög vel varðveittar. Bæjarstæðið er ákaf-
lega skjólgott, liggur á dalbotninum með skógi vaxnar hlíðar á alla vegu.