Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 49
BYGGÐALEIFAR Á ÞÓRSMÖRK 53 Heimatúnið hefur verið norður af bæjarstæðinu og er þar enn svolítið opið svæði í skóginum. Eftir að hætt var að nýta skóginn, hefur þrengt að þessu svæði. Má hugsa sér sæmilegt býli á þessum stað, ef treyst er á útbeit, en vetrarhörkur koma líklega í veg fyrir að treysta megi á slíkt. Niðurlag Úttekt þessi á byggðaleifunum á Þórsmörk hefur leitt eftirtalin atriði í ljós. I fyrsta lagi er greinilegt, að leifar þessar eru eftir mannabyggð, og að sú byggð hefur verið allumfangsmikil. í öðru lagi er augljóst af munum þeim, sem tímasetja má með nokkurri vissu, að byggð hófst þar snemma. Er þess freistað út frá þeim að setja ytri mörk hennar milli 9. eða 10. aldar og þeirrar 12. eða 13. Þessi tímasetning mælir á engan hátt á móti þeim hugmyndum, sem fást af skriflegum heimildum um byggð á Þórsmörk, en þær eru Land- námabók, sem nefnir byggð þar á landnámsöld (ÍF h, bls. 344—6), og Bisk- upa sögur (I, 1858, bls. 291) og Sturlunga saga (I, 1946, bls. 532), en sam- kvæmt þeim virðist byggð á Þórsmörk hafa verið aflögð þegar á 12. öld. Við Einhyrning í Fljótshlíð, um 4 km norðan Steinfinnsstaða, eru byggðaleifar, sem athugaðar voru um svipað leyti og leifarnar á Þórsmörk. Út frá gjósku- lögum og ummerkjum um mannaferðir, í jarðlögum, var komist að svipaðri niðurstöðu um lengd byggðarinnar þar (Guðrún Sveinbjarnardóttir, 1982). Eins og nú er háttað um þessar leifar, er ekki unnt að segja til um það með vissu, hversu margir bæir voru samtímis í byggð á Þórsmörk. Þau bæjar- stæði, sem eru uppblásin, eru greinilega öll gömul. Eru Steinfinnsstaðir meðal þeirra, en gengið er út frá því, að þessar byggðaleifar inni á Kápu á Almenn- ingum séu meðtaldar, er talað er um byggð á Þórsmörk. Gæði Húsadals sem bæjarstæðis benda e.t.v. til þess, að þar hafi snemma verið byggt. Nú sjást þar aðeins leifar 19. aldar byggðarinnar og verður ekki skorið úr um eldri byggð á staðnum, nema með frekari rannsókn. E.t.v. mætti hugsa sér, að aðrir Þuríðarstaðanna hafi verið byggðir úr hinum, vegna nálægðar bæj- anna, en ekkert mælir þó beinlínis gegn því, að þeir hafi verið samtímis í byggð. Eitt meginmarkmið þessarar rannsóknar var, eins og segir í upphafi það, að bjarga upplýsingum um byggðaleifar, sem eru u.þ.b. að eyðast af uppblæstri. Var það e.t.v. þetta atriði, þ.e. áhrif uppblásturs á byggðaleifar, sem kom hvað ljósast fram við þessa athugun. Upplýsingar um húsaskipan og annað fyrirkomulag bæjarhúsanna á Þórsmörk eru nú að mestu glataðar. Hafa leif- arnar verið að eyðast, allt frá því að bæjarstæðin fór að blása upp, en það var á Steinfinnsstöðum fyrir um 100—150 árum, á Þuríðarstöðum líklega um svipað leyti, en á Þuríðarstöðum efri e.t.v. aðeins fyrir um 15—20 árum. Fyrri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8462
Mál:
Árgangir:
111
Útgávur:
500
Registered Articles:
951
Útgivið:
1880-í løtuni
Tøk inntil:
2023
Skv. samningi við Hið íslenzka fornleifafélag er ekki hægt að sýna síðustu fimm árganga Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Greinar um fornleifafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar: Megintexti (01.01.1982)
https://timarit.is/issue/140121

Link til denne side: 53
https://timarit.is/page/2055365

Link til denne artikel: Byggðaleifar á Þórsmörk
https://timarit.is/gegnir/991004495169706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Megintexti (01.01.1982)

Gongd: