Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 58
KRISTJÁN ELDJÁRN
ÞÓRSLÍKNESKI SVONEFNT FRÁ
EYRARLANDI*
Gabriel Turville-Petre prófessor í Oxford er mörgum íslendingum að góðu
kunnur. Meðal stórverka hans á sviði norrænna fræða er bókin Myth and
Religion of the North. í þessu mikla riti fjallar hann nokkuð um goðalíkneski
í hofum heiðins siðar á Norðurlöndum og hvaða hugmyndir sé unnt að gera
sér um þau af skynsamlegu viti. í umræðunni víkur hann að smámyndum sem
menn ætla að gerðar hafi verið eftir fyrirmynd hinna stóru líkneskja. Fer hér á
eftir í þýðingu minni það sem hann hefur að segja um þetta efni:
Ekki voru allar goðalíkneskjur í hofunum. Eftirlætisskáld Ólafs
Tryggvasonar, Hallfreður, var sakaður um að hafa líkneski Þórs í
pungi sínum, gert af tönn, og blóta það á laun. Ingimundur gamli, sem
nam land á Norðurlandi, átti silfurlíkan af Frey.
Verndargripir af þessu tagi munu hafa verið kallaðir hlutir. Nokkrir
þeirra hafa varðveist, þó að allar stóru líkneskjurnar hafi glatast. Meðal
þeirra er bronslíkan af skeggjuðum manni, sitjandi á stól og með hend-
urnar krepptar um eitthvað sem líkist hamri. Þetta líkan, sem fannst á
íslandi og mun vera frá 10. öld, getur vel átt að vera Þór. Annað líkan,
sem greinilega er kynósa eðlis, fannst í Rállinge í Suðaustur-Svíþjóð og
getur átt að vera Freyr. Líta má á það sem smækkaða mynd af hinu
mikla likneski Friccos (Freys), sem var í hofinu í Uppsölum og mjög var
vaxið niðri. Fundist hafa margar gull- og silfurkingur, sem taldar eru
hafa haft trúarlega þýðingu. Ein þeirra er frá Froyslandi í Suðvestur-
Noregi, og kann að vera að á henni sé sýnt heilagt brullaup Freys og
* This article was originally published in English in SPECVLVM NORROENVM, Norse Studies
in Memory of Gabriel Turville-Petre, Odense University Press, 1981.
Grein þessi hefur áður birst á ensku í SPECVLVM NORROENVM Norse Studies in Memory
of Gabriel Turville-Petre, sem út kom í Odense 1981. Með því að þetta rit er trúlega ekki í
höndum allra Árbókarlesenda hefur mér þótt forsvaranlegt að birta greinina aftur í íslenskum
búningi. K.E.