Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 61
ÞÓRSLÍKNESKl
65
lýsa Börge Thorlacius prófessor og C.J. Thomsen fornfræðingur líkneskinu
(nr. LXV) á þessa leið:
Fra Kiobmand J. Gudmand indsendt i Nov. 1817 og foræret: En liden
Idol af Metal, funden 1817 i Jorden paa Island, 2/i Tom. hoj, siddende
paa en Stol med en Hue paa Hovedet, med Knebelsbarter, holdende
med begge Hænderne et korsformet Instrument, maaske Thors
Hammer. — Paa Ryggen Spor til Forgyldning, temmelig raat Arbeide.3
Ekki mun nú vera mögulegt að greina neinar leifar af þeirri gyllingu sem
hinir lærðu herrar nefna, en hugsanlegt er að hún hafi að fullu máðst af á
þeim langa tíma sem liðinn er. Athugasemd þeirra um að gróf vinna sé á líkan-
inu mundi varla þykja alls kostar réttmæt nú á dögum.
Það kemur ekki á óvart að Finnur Magnússon hefur verið milliliður milli
kaupmannsins góða á Akureyri og safnsins. í Collegial-Tidende, No. 7 og 8,
den lOde Febr. 1821, 98, er svohljóðandi fróðleiksmola að finna:
Aar 1817 skjænkede Kjobmand Gudmand fra Island igjennem Profess-
or Magnussen et paa denne 0e fundet lidet Metal-Idol, som engang har
været forgyldt. Det har en Slags Hammer i Haanden, en Pileus paa
Hovedet, og er maaske Guden Thor.
Þannig var þá líkanið litla þegar um 1820 rækilega kynnt lærdómsheim-
inum í þessum tveimur ritum, og i raun staðfastlega niðurneglt hvaða persónu
það ætti að tákna. Um leið má bæta því við, að einmitt árið 1820 birti Svíinn
J.G. Liljefors það sem hann kallaði útdrátt úr bréfi frá Kaupmannahöfn í
tímaritinu Iduna. í útdrættinum lætur hann íslenska líkansins getið með svo-
felldum orðum:
Efter en bland dessa samlingar förvarad metallbild, som man anser vara
Thors, och blifwit funnen pá Island, ár bifogade teckning tagen. (Se
Tab. 2, Fig. 3). Ástundas afgjutning af sjelfwa bilden, má ansökning
derom göras hos Commissionen.4
Þetta er fáorð greinargerð, en Liljefors bætir það upp með mjög skemmti-
legri teikningu af líkaninu, sem með henni er birt í Iduna (2. mynd). Teikn-
ingin sýnir líkanið að mestu leyti eins og það er og er áreiðanlega fyrsta mynd
af litla manninum (eða guðinum?) á stólnum, sem nú hefur verið sýndur á
mynd í ótal bókum og blöðum. Við megum vera herra Liljefors mjög þakk-
lát fyrir þetta framtak hans.
Hin svonefnda Þórsmynd var í safninu í Kaupmannahöfn í meira en öld.
Arið 1930 var hún gefin aftur til íslands ásamt mörgum öðrum íslenskum
safngripum. Nú skipar hún virðingarsess í Þjóðminjasafni íslands.
5