Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 63
ÞORSLIKNESKI
67
3. mynd. Svonefndur Þórshamar, sUfurmunur sem fannsl á Fossi í Hrunamannahreppi. Ljósm.
Gísli Gestsson.
fjölda ritverka.6 Löngunin til að koma höndum yfir einhvern sýnilegan og
áþreifanlegan vitnisburð um hina fornu guði er eðlilega sterk, og því má vera
að snertur af óskhyggju hafi síst orðið til að hvetja fræðimenn til að láta lík-
anið smáa ganga undir erfið próf. í ritum um fornleifafræði er satt að segja,
almennt talað, greinileg tilhneiging til að túlka mannamyndir fremur sem guði
en mennska menn. En er nokkur ástæða til þess, að óreyndu máli, að halda að
Eyrarlandsmyndin sé helgigripur? Vitaskuld getur hún verið, en hún þarf ekki
að vera það, og ekki ætti að vera neinn skaði skeður þótt aðrir möguleikar séu
einnig teknir til athugunar. Síðan geta menn tekið afstöðu til þeirra, en enginn
þarf að halda að menn verði nokkurntíma á eitt sáttir í þessu efni.
Við skulum fyrst líta á hinn einkennilega hlut (ef það er hlutur) sem menn
hafa talið vera hamar Þórs og er helsta röksemdin fyrir því að myndin eigi að
vera af Þór. Víða á Norðurlöndum hafa fundist litlir málmhlutir í hamars-
mynd, ætlaðir til að bera þá um hálsinn.7 Þessir smáhlutir eru ýmist úr járni
eða silfri, sumir einfaldir að gerð, aðrir mjög vandaðir og stundum með víra-
virki. Þessir hlutir eru kallaðir Þórshamrar á máli fornleifafræðinga, og það
er full ástæða til að halda að það sé réttnefni, þetta séu í raun og veru verndar-
gripir manna sem trúðu á guðinn Þór og helguðu sig honum með hamars-
tákni. En hluturinn á hnjám Eyrarlandsmyndarinnar á lítið skylt við þessa
Þórshamra. Eini fornaldargripur sem mér er kunnugt um og talsvert minnir á