Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 72
SELMA JÓNSDÓTTIR
HELGIMYNDIR ÚR TVEIM HANDRITUM
Allt frá því að ég sá myndir úr íslenska handritinu De la Gardie 9 perg. lOr
og lOv, sem birtar eru í grein Svavars Sigmundssonar í Iconographisk Post, 4.
hefti 19791 hef ég verið þeirrar skoðunar að myndir þessar muni vera gerðar
eftir myndum í íslensku teiknibókinni AM 673 a III 4to2 og mun ég gera grein
fyrir þeirri skoðun minni hér á eftir.3
Handritið De la Gardie 9 er að meginefni lögbókarhandrit (Jónsbók), en
þar er einnig upphaf Jóhannesar guðspjalls á latínu og eru myndirnar í tengsl-
um við það. Blaði lOr (1. mynd) er skipt í fjóra reiti, tvo að ofan og tvo að
neðan. Myndirnar í efri reitunum eru, talið frá vinstri, Boðun Maríu og Fæð-
ing Jesú, en fyrir neðan Krossfestingin og Upprisa Krists. Útlínur myndanna
eru dregnar með bleki eins og á myndum Teiknibókarinnar, en þær virðast lit-
bornar eftir á og nær liturinn sums staðar út fyrir linuteikninguna.
Myndin af Boðun Maríu mun gerð eftir tilsvarandi mynd á fol. lv (F. 2, B.
IV) í Teiknibókinni (2. mynd) en þó vantar blómakerið milli Maríu og engils-
ins í De la Gardie 9. Ýmsum atriðum í myndinni á fol. lv hefur verið eitthvað
breytt, bæði Maríu og englinum, einkum að ofanverðu, en greina má línur og
fleti, sem ekki falla að núverandi gerð myndarinnar. Hugsanlegt er að blóma-
kerið hafi ekki verið í upphaflegu gerðinni. Teikning kersins og blómaskrauts-
ins er ekki eins hnitmiðuð og vönduð og í þeim hluta myndarinnar sem virðist
upprunalegur. Af fjórum boðunarmyndum Teiknibókarinnar eru tvær án
blómakera.4
Myndin af Fæðingu Jesú mun gerð eftir samsvarandi mynd á fol. 14r (F. 3,
B. VI) í Teiknibókinni (3. mynd). Á myndinni í De la Gardie vantar sólina í
vinstra horni og dýrin tvö ásamt bás þeirra uppi yfir rúminu hægra megin, en
dýr er þó að finna neðst í vinstra horni myndarinnar. Þá eru bæði María og
Jesúbarnið nokkuð breytt, sýnilega ekki gerð nákvæmlega eftir samsvarandi
mynd Teiknibókar eins og hún er nú. Samanburður þessara mynda leiðir til
nokkurra hugleiðinga. í De la Gardie eru hvorki María né Jesúbarnið krýnd.
Jesúbarnið er með kross i geislabaug, eins og hann er að jafnaði sýndur, en í
samsvarandi mynd Teiknibókarinnar eru bæði María og barnið krýnd mikl-