Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 81
HELGIMYNDIR ÚR TVEIM HANDRITUM
85
dúfu líki og eru tungur fyrir ofan postulana. Þar má greina Pétur með lyklana
og Andrés með skákrossinn9 „þeirn birtust tungur eins og af eldi væru er
kvísluðust og settust á einn og sérhvern þeirra“ (Postulasagan 2, 3) (7. mynd).
Fróðlegt er til samanburðar að sjá þessa mynd hér því á fol. llv (F. 38, B.
XVIII) í Teiknibókinni eru myndir af fimm postulum ásamt gjafara í munka-
kufli,9a þeim Andrési, Pétri og Páli í efri myndreit, en Bartólómeusi og Jó-
hannesi í þeim neðri ásamt gjafaranum. Efst á síðunni stendur sk.rifað: ,,Þetta
er hvítasunna sem þér megið sjá.“ (8. mynd). Að sjálfsögðu er þetta rangt hjá
skrifaranum, því að hér er alls ekki um hvítasunnu að ræða heldur mynd af
nefndum postulum með einkenni sín.
Björn Th. Björnsson telur skriftina á framangreindri klausu líklega frá 17.
öld.10 Hann tímasetur Teiknibókina á árunum 1420—144011 eftir stíl mynd-
anna, þó að hann sé engan veginn samleitur (homogen).12 En þó virðist svo
sem hann noti skriftina einnig til tímasetningar, þar sem hann kallar bænina á
fol. 20v (F. 22) „Bænargjörð teiknarans.“13 Ósennilegt þykir mér að hinn
vandvirki listamaður, sem staðið hefur að frumsmíð Teiknibókarinnar, hefði
kastað svo höndunum til upphafsstafanna á fol. 20v, að þeir geti verið eftir
hann.
Harry Fett tímasetur Teiknibókina til fyrri hluta 15. aldar14 nema myndina
af heilögum Antoniusi á fol. 16v, sem hann telur gerða seinna.15
Kr. Kálund tímasetur bókina til 15. aldar, en nokkur blöð frá 16. öld, án
þess að tiltaka nánar hvaða blöð það eru. Kálund virðist eingöngu nota rit-
hendur í bókinni til tímasetningar.16
Stefán Karlsson telur elstu rithöndina í Teiknibókinni ekki geta verið eldri
en frá miðri 15. öld.17
Allt of mikið tel ég lagt upp úr skrift Teiknibókarinnar í sambandi við tíma-
setningu hennar. Virðist tímasetning skriftarinnar oft hafa þótt mikilvægari
og áreiðanlegri en stíll myndanna sjálfra. Sýnilegt er þó að menn hafa á ýms-
um tímum skrifað í Teiknibókina svo sem skýringar við myndir og mynda-
texta, skilið sumt myndefnið, en misskilið annað, jafnvel hafa þessir skrifarar
skafið út myndir til að koma skrifum sínum á framfæri, sbr. t.d. bænina á
fol. 18v (F. 39, B. XXII). Upphaflegu myndirnar á þeirri síðu hafa verið
skafnar út, en þó ekki rækilegar en svo, að greina má efri hluta veru ofan til á
síðunni, einnig örlar þar á öðrum teikningum, sem ekki hefur verið hirt um að
afmá til fulls. Einnig hafa hinir ritglöðu menn troðið skrifum sínum á fol. lr,
myndum þeirrar siðu til mikilla lýta.
Ég hef hins vegar tímasett aðalstofn myndanna í Teiknibókinni til miðrar
14. aldar. Byggi ég þá tímasetningu á stíl þeirra.18 Gætu þær jafnvel verið eitt-
hvað eldri. Teiknibókin er sýnisbók fyrir myndlist, en ekki skrift. Þess vegna
er stíll myndanna það eina sem skiptir máli. Mér er nær að halda að í upp-