Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
runalegri gerð Teiknibókarinnar hafi alls engir textar verið. Má t.d. benda á
að borðarnir sem táknverur guðspjallamannanna á fol. 16r (F. 35, B. III)
halda á eru án áletrana.
Jón Sigurðsson telur handritið De la Gardie 9 skrifað fyrir séra Sigurð Jóns-
son á Grenjaðarstað, son Jóns biskups Arasonar ,,eða að hans forlagi, að
vorri ætlun hérumbil 1570, og þar á eptir, en hann andaðist 1595.“19
Vilhelm Gödel tímasetur handritið til 16. aldar, en nokkur atriði eftir
1600.20
Halldór Hermannsson tímasetur handritið til 16. aldar eins og Gödel.21
í ritgerð minni í útgáfu Helgastaðabókar tel ég margt benda til að íslenska
teiknibókin hafi verið i Skagafirði á síðasta fjórðungi 14. aldar22 í næsta ná-
grenni Hóla í Hjaltadal og gæti hún því vel hafa borist að Hólum. Við vitum
fyrir víst að hún var á Norðurlandi seint á 17. öld, áður en Árni Magnússon
fékk hana frá Illuga Jónssyni, bónda í Nesi í Höfðahverfi.23 Rétt er að vekja
athygli á að faðir og afi Illuga voru báðir Hólaráðsmenn.24
Líkindi eru til að Teiknibókin hafi verið á Norðurlandi á 16. öld þegar
handritið De la Gardie 9 er skrifað og einmitt í nágrenni við upprunastað þess.
Sennilegt er að þá hafi Teiknibókin verið nær sinni upphaflegu mynd en nú er,
þó að hún hafi þá þegar orðið fyrir einhverjum breytingum. í ljósi þess sem
sagt er hér að framan er ekkert sem mælir gegn því að Teiknibókin hafi verið
fyrirmynd umræddra teikninga í De la Gardie-handritinu.
TILVÍSANIR
1 Svavar Sigmundsson, „Ermolaus og Erasmus i et islandsk hándskrift“, Iconographisk
Post 4 1979, Nordisk tidskrift för ikonografi. Stockholm, 1979, bls. 19—20.
2 Hér eftir verður visað til tölusetningar í útgáfum Harry Fett (F.) og Björns Th. Björnsson-
ar (B.). Harry Fett, En islandsk tegnebog fra middelalderen (Videnskabs-Selskabets
Skrifter, II. Hist.-Filos. Klasse. 1910. No. 2). Christiania, 1910; Björn Th. Björnsson, Is-
lenzka teiknibókin í Árnasafni. Reykjavík, 1954.
3 I þessari ritgerð verður ekki fjallað um 3. mynd í grein Svavars.
4 Björn Th. Björnsson, op. cit., bls. 37. í þessu sambandi vil ég leiðrétta þá staðhæfingu
Björns að listamaðurinn sem gerði boðunarmyndina á fol. lv hafi ekki þekkt liljuna, en í
þess stað „teiknað undarlega, blómlausa urt, þar sem mismunandi löguð blöð skiptast á“.
— Meðal blóma í kerinu er vissulega lilja sem líkist t.d. liljunni í Helgastaðabók á fol. 49r.
5 Selma Jónsdóttir, „Lýsingar Helgastaðabókar“, Helgastaöabók, Nikulás saga, Perg. 4to
Nr. 16, Konungsbókhlöðu I Stokkhólmi. Reykjavik, 1982, bls. 121 —122, 7. mynd.
6 Ibid., bls. 107—124, myndir nr. 1, 7 og 8. Selma Jónsdóttir, „Gömul kross-
festingarmynd," Skírnir 139. ár 1965. Reykjavík, 1965, bls. 134—147, myndir nr. 1,
2 og 3.
7 „I þessari skírskotun til hins jarðbundna áhorfanda felst frumleiki ensku hugmyndar-
innar sem hafði víðtæk áhrif og greinir hana svo gersamlega frá hliðstæðri mynd Krists