Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 86
LILJA ÁRNADÓTTIR
ANKER LUND OG ALTARISTÖFLUR HANS
Á ÍSLANDI
Altaristöflur skipa veglegan sess meðal kirkjugripa. Um aldir hefur fólki
fundist næsta tómlegt i kirkjum ef ekki hefur verið fyrir hendi altaristafla eða
annar hliðstæður búnaður, og leitast var við að útvega altaristöflur í guðshús,
ef nokkur tök voru á. Sama gilti um altaristöflur og aðra hluti, að þær voru
gerðar í takt við aldaranda og strauma á hverjum tíma.1
í grein þessari verður leitast við eftir föngum að rekja tildrög að komu
altaristaflna dansks málara hingað til lands í lok nítjándu aldar og upphafi
hinnar tuttugustu, jafnframt því sem reynt verður að gera listamanninum
nokkur skil. Áður en kemur að þeim þætti má geta þess, að myndefni altaris-
umbúnaða var margbrotið í kaþólskum sið. Mikið var af líkingum og tákn-
um, sem listfræðingar fyrr og síðar hafa glímt við að útskýra og túlka. Svip-
aða sögu er að segja af kirkjulist frá siðaskiptum og fram að 1800, að hún hef-
ur fengið allmikla umfjöllun fræðimanna.2 Hefur norski listfræðingurinn Si-
grid Christie bent á, að á því tímabili hafi engar gagngerar breytingar átt sér
stað í kirkjulist i Noregi,3 þó að form altaristaflna breyttist. Svipaðar
niðurstöður liggja fyrir frá Danmörku4 og því er unnt að áætla, að þessu sé
líkt farið á íslandi. Algengustu myndefni á altaristöflum frá áður nefndu
skeiði eru upprisan, krossfestingin og kvöldmáltíðin.5
Þegar fram á nítjándu öld kom urðu viðfangsefnin fjölbreyttari,6 jafnframt
því sem þau urðu einföld hvað form og innihald snerti, þótt oft hafi atburðir
sem myndirnar sýna verið óútskýranlegir. Með sígildu myndefni, s.s. kvöld-
máltíðinni, varð algengt að mála atburði úr Nýja testamentinu, þ.e. frásagnir
guðspjallamannanna af lífi og starfi Krists,7 og þegar leið fram yfir miðja öld
urðu myndir úr dæmisögum og af kraftaverkum Krists hins vegar í meiri-
hluta.8
En um altaristöflur nítjándu aldar gildir ekki það sama og um þær sem eldri
eru. Tiltölulega lítið hefur verið tekið á kristilegu málverki í þeim ritum, sem
annars fjalla um myndlist næst liðinnar aldar9 þrátt fyrir að einmitt þá væri
mikið málað af altaristöflum í kirkjur. í Danmörku voru þá allmargir lista-
menn, sem höfðu af því atvinnu að mála altaristöflur samhliða annarri