Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 89
ANKER LUND OG ALTARISTÖFLUR HANS
93
um Vesturland komið í Ögur. Þar í kirkjunni var þá allnokkuð af gömlum
gripum og dýrmætum, þar á meðal var altaristafla frá miðöldum af flæmsk-
um uppruna, ,,lítt hæf fyrir elli sakir.“17 Sú er nú á Þjóðminjasafni nr. 3435,
daglega nefnd Ögurbrík. Varð það að samkomulagi milli Sigurðar og Jakobs
Rósinkarssonar bónda og kirkjuhaldara í Ögri, að hinn fyrrnefndi útvegaði
kirkjunni nýja altaristöflu í stað hinna fornu gripa, er skyldu renna til Forn-
gripasafnsins og lögðu stiftsyfirvöld blessun sína yfir það. Fram kemur í máli
Sigurðar, að ekki gekk of vel að finna málara, sem bæði málaði það vel að
öllum líkaði og væri sanngjarn og viðráðanlegur hvað verð snerti. Leitaði
Sigurður fyrir sér bæði utan lands og innan. Það var ekki fyrr en Steingrímur
Thorsteinsson skáld og rektor fór utan til Danmerkur sumarið 1888 að honum
tókst fyrir beiðni Sigurðar að hafa uppi á málara, sem honum leist vel til
verksins, en sjálfur hafði Steingrímur ,,gott auga fyrir myndlist.“18 Sigurður
samdi sjálfur við málarann um gerð myndarinnar, enda kemur fram í bréfum
frá sr. Sigurði Stefánssyni í Vigur til Forngripasafnsins, að nafni hans Vig-
fússon var tengiliður við málarann og að heimamenn fyrir vestan hafa haft
ákveðnar skoðanir á því hvernig taflan skyldi vera. Umrædd tafla sýnir upp-
risu Krists og kostaði hún 250 krónur, sem var viðráðanlegt verð. Af lestri
greinar Sigurðar Vigfússonar má ráða, að þeir sem fyrstir sáu upprisumynd
Ögurkirkju hér á landi líkaði hún svo vel, að þeir hafa óhikað getað mælt
frekar með listamanninum. Þar á meðal var biskupinn Hallgrímur Sveinsson,
sá embættismaður, sem ekki hvað síst hefur verið til ráðgjafar við val og út-
vegun nýrra kirkjugripa. Átti það drjúgan þátt í því, að töflur eftir Anker
Lund eru jafn margar hér á landi og raun ber vitni. Af fjölda þeirra er vart
annað að ráða en samband hans við íslendinga hafi verið með ágætum.
Hér fer á eftir skrá um altaristöflur, sem örugglega eru eftir Lund. Hún
byggir á kirknaskrá Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar, sem hann
gerði á árunum fyrir 1920 þegar hann ferðaðist um landið þvert og endilangt.
Verið gæti, að til væru fleiri töflur eftir hann hér á landi og þá án merkingar
listamannsins, því fyrir kemur að Matthías hefur skrifað „nýlegt málverk“
eða eitthvað á þá leið. Þyrfti í slíkum tilfellum að athuga nánar hvort unnt
væri að skera úr um hvort Lund kynni að vera höfundur einhverrar þeirra. Af
neðangreindum töflum er aðeins ein ómerkt, í Marteinstungukirkju, en af
samanburði við töfluna í Odda leynir sér ekki hver höfundur hennar er.
í upptalningunni hér á eftir verður farið sólarsinnis um landið og byrjað á
Setbergi.
1. í Setbergskirkju i Grundarfirði er altaristafla með mynd af upprisu Krists
máluð 1892. Einmitt það sama ár var byggð ný kirkja á Setbergi. Það er svo
ekki fyrr en 1899, sem nýrrar töflu er getið í kirkjunni. Það ár vísiteraði
Sigurður Gunnarsson prófastur og lét þess getið, að keypt hefði verið tafla