Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
17. í Prestbakkakirkju á Síðu er altaristafla máluð 1902, og er hún af upp-
risu Krists. Strax það sama ár er hún komin í kirkjuna, en sóknarnefnd sá um
að útvega hana fyrir rúmar 200 krónur.36
18. í Langholtskirkju í Meðallandi er altaristafla, máluð árið 1901, af Kristi
og konunni við brunninn. Um árabil er þess getið í prófastsvísitasíum að töflu
vanti í kirkjuna, en árið 1905 þegar gert hafði verið við húsið var fengin ný
tafla.37
19. í Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri er altaristafla, máluð 1904, og
er hún með mynd af því þegar Jesús læknar blinda manninn. Líkt er með
þessa töflu og þá í Langholti, að hún kom einhvern tíma árs 1905 þegar gert
hafði verið við kirkjuna.38
20. í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal er altaristafla máluð 1906, sem sýnir upp-
risu Krists. Var hún keypt fyrir 300 krónur og var komin í kirkjuna í júlí
1908.39
21. í Marteinstungukirkju í Holtum er altaristafla með mynd af Kristi í
grasgarðinum Getsemane. Taflan er ómerkt eins og fyrr er sagt, en við
prófastsvísitasíu 1909 er hún komin. Það var Lovísa drottning Friðriks 8.,
sem útvegaði og gaf töfluna fyrir milligöngu Kristjáns Jónssonar bónda og
fjárhaldsmanns kirkjunnar.40
22. í Oddakirkju á Rangárvöllum er altaristafla, sem sýnir Krist í grasgarð-
inum Getsemane og er hún máluð 1895 og hið sama ár er getið um kaup á
henni í prófastsvísitasíu.41 (Sjá mynd 3.)
23. í Torfastaðakirkju í Biskupstungum er altaristafla, sem sýnir Krist og
bersyndugu konuna og er hún máluð 1893. Um það leyti var reist ný kirkja á
staðnum, enda er hinnar nýju töflu getið strax í prófastsvísitasíu 1893.42
24. í Þingvallakirkju var altaristafla, máluð 1895, af Kristi þar sem hann
læknar blinda manninn. Töflu þessa gaf Hannes Guðmundsson bóndi í
Skógarkoti kirkjunni árið 1896 eða 7 og kostaði hún nálega 300 krónur.43 (Sjá
mynd 4.) Þá var fyrir í kirkjunni máluð kvöldmáltíðarmynd eftir Ófeig
Jónsson í Heiðarbæ, en hún var seld til Englands 1899 fyrir 10 krónur. Ekki
verður hér frekar rakin saga hennar, en hún endurheimtist 1974 og var þá sett
yfir altarið í kirkjunni. Skömmu eftir það tók sóknarnefndin töflu Anker
Lund í sína vörslu og er hún nú varðveitt hjá Guðmanni Ólafssyni á Skála-
brekku. Mun það vera hugur safnaðarins, að hún hljóti sess á nýjan leik í
kirkjunni.
Nú er upptalning þessi á enda og í lokin er rétt að draga saman fáein atriði
um töflurnar. Þær eru allar utan þeirrar í Fellskirkju málaðar á árunum
1885—1906, á sama tímabili og Anker Lund málaði margar aðrar töflur. Þessi
mikli fjöldi heigast að hluta til af því, að stór hluti myndanna eru kopíur. En
það eitt varpar ekki rýrð á listamanninr. sem slíkan. Það var algengt að mála