Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sama viðfangsefnið oft á þessum tíma, þegar eftirspurn var mikil og mark-
aðurinn krafðist þess alls ekki að skipt væri sífellt um myndefni. Að því leyti
svipaði þessari altaristöflugerð meira til fjöldaframleiðslu nútímans en til list-
sköpunar í venjulegum skilningi.
Á þessum tuttugu og fjórum töflum, sem dreifast vítt um landið eru niu við-
fangsefni og koma fjögur þeirra fyrir oftar en einu sinni. Þar er upprisan al-
gengust, en til eru sex myndir með henni, sem allar eru nauðalíkar. Fimm eru
þar sem Kristur læknar blinda manninn, fjórar af Kristi í grasgarðinum og
þrjár af göngunni til Emaus. Hin sex myndefnin koma aðeins einu sinni fyrir.
í ritgerð N. Damsgaard er listi yfir fjörutíu og tvær töflur eftir Lund í
Danmörku frá sama tímabili44 og þær sem hér eru. Nokkuð fróðlegt er að
bera saman þetta tvennt. Þar er engin upprisumynd, fjórtán af Emausgöng-
unni, aðeins tvær af Kristi og blinda manninum og fjórar úr Getsemane. Upp-
risumyndin mun að hluta til vera kopia eftir verki C. Blochs45 og gæti það að
einhverju leyti skýrt það, að slíkar myndir er einvörðungu að finna hér. Ann-
að myndefni sem kemur fyrir oftar en einu sinni í Danmörku og var mjög vin-
sælt er t.d. Kristur og börnin og Kristur og syndugi maðurinn, en hvorugt
þeirra er til hér. Þannig er nokkur munur á altaristöflum Anker Lund hér og í
Danmörku, en að svo komnu máli er fátt um skýringar á því.
Sé hugað að dreifingu taflnanna um landið, má greina, að þær eru að
nokkru leyti bundnar við ákveðin svæði, og að í sumum prófastsdæmum eru
engar til. Þannig er það t.d. í Húnavatnssýslum og Þingeyjarsýslum, en á hinu
síðar nefnda svæði eru nokkrar altaristöflur eftir einn af fáum íslenskum mál-
urum nítjándu aldar, Arngrím Gíslason. Á Austurlandi eru hins vegar fimm á
tiltölulega litlu svæði og sömu sögu er að segja um Vestur-Skaftafellssýslu og
Barðastrandarprófastsdæmi. Einar fjórar eru á Suðurlandi. Það kemur líka á
daginn, að sama gildir um ofangreind prófastdæmi, að í þeim hefur verið
prófastur, sem gerði sér far um að útvega töflur, og þá afar oft i samráði við
biskupinn. Þannig er með þetta eins og fleiri nýjungar, að útbreiðslu tafln-
anna má rekja til einstakra embættismanna. En hafa ber í huga, að hefðu
hinir sömu embættismenn verið uppi á öðrum tímum, sem í andlegu og
efnalegu tilliti hefðu ekki leyft að skipt væri um töflur eða nýjar fengnar, þá
hefði það ekki gerst. Einmitt þarna var trúarlegur jarðvegur fyrir nýjar hug-
myndir samfara möguleika á að leggja nokkurt fé til slíkra hluta. Anker Lund
málaði töflur sínar einfaldar á þann veg, að almenningur áttaði sig vel á boð-
skap þeirra og því féllu þær fólki afar vel í geð og gera enn í dag.
Grein þessi var samin að tilmælum dr. Kristjáns Eldjárns.