Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 99
ÞÓRÐUR TÓMASSON
ÞRlR ÞÆTTIR
VAXSPJALD OG VAXSTÍLL FRÁ
STÓRUBORG
Rústir Stóruborgar undir Eyjafjöllum eru auðugasta náma jarðfundinna
muna á íslandi til þessa og eiga margir enga hliðstæðu hérlendis ofan moldar.
Hlutir hafa komið þar í ljós við veðrun, landbrot af völdum vatna, brimflóð
og nú um nokkur ár við fornleifarannsókn sem Mjöll Snæsdóttir fornleifa-
fræðingur hefur stjórnað. Allt frá árinu 1960 hefur höfundur þessarar greinar
fylgst með gamla bæjarstæðinu í Stóruborg og átt þangað hundruð ferða.
Mjög mikið verk er óunnið þarna við fornleifarannsókn, bæjarstæðið varð-
veitir enn mikinn fróðleik varðandi mannlíf fyrri alda, í senn í leifum fornra
húsa og lausamunum er rísa munu úr moldum. Langt er því til þess að grein
verði gerð fyrir minjasafni Borgarhóls en síst úr vegi að kynna einstaka hluti
þess. Hér verður gerð stutt grein fyrir tveimur Borgarminjum, vaxspjaldi og
vaxstíl.
Um vaxspjöld og notkun þeirra getur í nokkrum íslenskum miðaldaheimild-
um. Uppruna þeirra er að leita langt aftur í öldum. Grikkir hinir fornu og
Rómverjar þekktu vel til vaxspjalda. „Skólastíla, stutt bréf og daglegar versl-
unarskrár rituðu Rómverjar frá fornu fari með griffli á vaxspjöld og struku
letrið af með þumalfingri sínum.“1 Menning Suðurlanda barst í áföngum
norður eftir Evrópu, ekki síst fyrir atbeina kristinnar kirkju. Vaxspjöld og
vaxgrifflar eða vaxstílar hafa verið í för með þeim lærðu mönnum sem sneru
íbúum Norðurlanda til kristinnar trúar.
Vaxspjöld voru ýmist lausaspjöld eða bókspjöld nokkur saman, tengd með
þvengjum líkt og heft bók. Tvær slíkar ,,vaxspjaldabækur“ hafa varðveist á
Norðurlöndum, önnur í Edása kirkju í Vestur-Gautlandi í Sviþjóð, hin í
Hopperstad stafakirkju í Noregi.2 Vaxstílar margir fundust árið 1833 í dóm-
kirkjunni í Lundi í Svíþjóð við tilfærslu á miðaldakórstólum kirkjunnar.3
Vaxspjöld og vaxstílar hafa allvíða fundist á Norðurlöndum við fornleifaupp-
gröft og tengjast fundirnir ekki síst klaustrum og kirkjum svo sem vænta má.
Elsta vaxspjald sem fundist hefur í Svíþjóð er talið vera frá fyrra helmingi 11.
aldar.4
Vaxspjöld og vaxstílar hafa verið af misjöfnum efnum gerð og hefur þetta