Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 101
ÞRÍR ÞÆTTIR
105
Vaxstíllinn frá Stóruborg. Ljósm. Torsten Capelle.
síðar um vorið tók Bárður sótt. Þá spurði Þórður Sturlu hvort Bárður myndi
upp standa úr sóttinni eða eigi. „Skil ég nú,“ segir Sturla, ,,hví þú spyr þessa,
en fá mér nú vaxspjöld mín.“ Lék hann þar að um hríð. Litlu síðar mælti
Sturla: ,,Úr þessari sótt mun Bárður andast.““9
í greinargerð um daglega hætti Laurentiusar Hólabiskups (d. 1330) segir
séra Einar Hafliðason í sögu biskups: ,,Fór hann þá í sitt studium, og studeraði
hann i bókum. Skrifaði hann upp á vaxspjald, nóterandi það, sem hann vildi
hafa sérlega úr bókum,“ o.s.frv.10 Þetta ber víst svo að skilja að Laurentius
hafi skráð á vaxspjaldið í hönd skrifara sínum svo hann vissi hvað upp ætti að
taka úr bókunum.
Og þá er komið að vaxspjaldi og vaxstíl Borgarhóls undir Eyjafjöllum. Árið
1968 fór að brotna framan af sorphaugi um mitt bæjarstæðið, sunnan bæjar-
tóftanna. í brotsárinu var hægt að ganga að ýmsum minjum mannavistar eftir
því sem þær komu í ljós. Haustið 1969 sá þarna á tréhluti nokkra. Einn þeirra
var lítið, ferhyrnt eikarspjald og hafði hliðin sem upp sneri orðið fyrir lítils-
háttar skemmdum af veðrun. Spjaldið er 11x7,3 sm að stærð, bakhlið kúpu-
mynduð og er mesta þykkt þess 0,5 sm. Flatvegur spjaldsins sýnist skera úr
um að þetta sé vaxspjald. Lág bryggja er þar allt umhverfis með brún og innan