Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
16. aldar sat þar að búi Hólmfríður Erlendsdóttir hin ríka, nafnfrægur skör-
ungur. Áður hafði hún búið í Stóradal undir Eyjafjöllum með fyrra manni
sínum, Einar Eyjólfssyni. Síðari maður hennar var Jón Hallsson sýslumaður
og skáld. Hólmfríður keypti Eyvindarmúla 11. nóv. 1523. Niðjar hennar hafa
búið þar óslitið til þessa dags. Kirkja var á Eyvindarmúla frá fyrstu kristni í
landinu til 1898.
Næsta býli innan við Eyvindarmúla er Árkvörn og var áður hluti af höfuð-
bólinu. Heita má að tún jarðanna liggi saman. Páll sonur Páls Sigurðssonar
bónda og alþingismanns í Árkvörn skráði þjóðsögu um örnefnið Kapellulág í
Árkvörn. Barn sér þvottastag með ábreiddum skartfötum í láginni, og eru á
sumum silfurhnappar. Barnið slítur af einn silfurhnappinn og fær síðan heim-
sókn af huldukonu sem heimtar hnapp sinn (Þjóðs. Jóns Árnasonar, Rvk.
1961, 3. bindi, bls. 71). Framar hefur Páll þetta að segja um Kapellulág og
staðhætti:
,,Lág þessi er austan við hól þann á túninu í Árkvörn sem ýmist hefur
kallaður verið Álfahóll eða Kapelluhóll. Á hólnum er sagt að kapella hafi
staðið frá Eyvindarmúla í katólskunni og stendur þar nú lambhús sem kapell-
an áður stóð og fundist hefur þar nokkuð af mannsbeinum niðrí grundvellin-
um eitt sinn þegar gert var að húsinu. Gata ein liggur framan í hólnum frá Ey-
vindarmúla beint að húsinu sem auðsjáanlega er gjörð af fornum mönnum og
er kölluð Hólmfríðargata, og er forn sögn að húsfrú Hólmfríður Erlendsdótt-
ir hafi látið gjöra götu þessa þegar hún bjó á Eyvindarmúla og hún hafi haldið
mjög upp á kapellu þessa og gengið þangað á hvurjum morgni til
bænargjörða.“
Frásögn Páls er hin merkasta en myndi þó liklega talin alþýðulygi ef ekki
vildi svo til að heimild er varðveitt um kapelluna frá samtíð Hólmfriðar ríku,
árinu 1533. Heimildin er „dómur sex presta og sex leikmanna, útnefndur af
síra Þorleifi Eiríkssyni officialis Skálholtskirkju um kæru síra Þorleifs til Jóns
Magnússonar að hann hefði ekki haldið sitt heit ,,að gefa hálft skipið með
öllu því er hálfu skipinu tilheyrði“ og dæma þeir „skipið hálft með farvið og
öðru sem þar til heyrir vera og verið hafa fullkomlega eign jungfrú Maríu og
kapellunnar á Eyvindarmúla.““
Dómurinn er skráður í bréfabók Jóns Hallssonar. Hann var felldur 14. jan-
úar 1533 og er prentaður í íslenzku fornbréfasafni, 9. bindi, bls. 648—649.
Einhver kynni að ætla að hér væri blandað saman kapellu og kirkju en
glöggt er að svo er ekki, því dómurinn minnist einnig á umboðsmann kirkj-
unnar á Eyvindarmúla er Jón Magnússon átti að afgreiða heit sitt til. Útgef-
andinn að íslenzku fornbréfasafni, dr. Jón Þorkelsson, hefur ekki kunnað
skil á hver var sá Jón Magnússon sem festi heitið til kapellunnar. Aldurs
vegna getur það naumast hafa verið Jón Magnússon lögréttumaður á Stóra-