Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í mörgum kirkjum víðsvegar um land. Heimildir eru varðveittar um 12 kirkjur
í Skálholtsbiskupsdæmi sem áttu heilaga Katrínu að nafndýrlingi eða verndar-
dýrlingi og eina kirkju í Hólabiskupsdæmi. Katrínarkirkju getur í sögu Árna
biskups Þorlákssonar.2 Loftur Helgason, systursonur biskups, lætur búa
hvílu sína í kirkjunni á hættutíma og sefur þar um sumarið langa hríð. Þaðan
sendir hann menn með bréfum til Árna biskups. Guðbrandur Jónsson getur
þess til í riti sínu „Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal“ að þessi Katrínarkirkja
hafi verið í Einarshöfn á Eyrarbakka.3 Það er raunar vafasamt en þó er ljóst
að hún hefur ekki verið í Skálholti.
í testamentisbréfi manns frá 1431 gefur hann sig jungfrú Katrínu á vald
með öðrum guðsmönnum.4 Prestur í Gaulverjabæ í Flóa skyldi syngja messu í
Gegnishólakirkju á Katrínarmessu5, og sálumessu sankti Katrínar skyldi
syngja í Oddakirkju aðra hverja viku.6 Fleiri dæmi þessu lík mætti tilfæra úr
íslensku fornbréfasafni. Myndir af heilagri Katrinu í varðveittri innfluttri
myndlist hér á landi eru t.d. á altarisbrík Jóns Arasonar biskups í Hóladóm-
kirkju og á biskupskápu Jóns Arasonar í Þjóðminjasafni.
Fornöld og miðaldir íslendinga lifa enn í örnefnum landsins og þaðan
kemur óvænt fræðsla um samband þjóðarinnar við heilaga Katrínu:
Kollabær nefnist aldagamalt býli í Fljótshlíð. Fyrst getur þess í
íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara. Ormur Jónsson á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð og Jón sonur hans voru drepnir í Vestmannaeyjum af
norskum kaupmönnum árið 1218 og með þeim Þorleifur úr Kollabæ. ,,Hann
var djákn og átti Guðnýju, dóttur Eindriða prests Steingrímssonar.“7 Kolla-
bær var með hjáleigum 40 hundruð að fornu mati og alltaf talinn í betri bæja
röð. Þar var sýslumannssetur í tíð Eiríks Sverresen sýslumanns í Rangárþingi,
árin 1836—1843 og þá einna best húsað býli á Suðurlandi. Jörðin átti reka á
Landeyjasandi, einn fjórða hlut úr Fjórðungafjöru.
Engar skjalfestar heimildir eru tiltækar um það að kirkja hafi verið í
Kollabæ á miðöldum en þó hygg ég það vafalaust. Þorleifur djákni kann að
sönnu hafa verið djákni á Breiðabólstað en rekarétturinn bendir hiklaust til
kirkjustaðar. Rekabýli í Rangárþingi sem ekki áttu land að sjó munu öll hafa
verið kirkjustaðir á miðöldum. Tvö örnefni í Kollabæjarlandi benda til þess
að kirkja í Kollabæ hafi átt Katrínu helgu að verndardýrling. Örnefnin eru
Katrínarsel og Katrínarlind.
Kollabæjartorfan á land upp í háhorn Þríhyrnings, austur að Tómagili.
Austan í Þríhyrningshálsi framarlega, austur við mýrina Hlaup, er örnefnið
Katrínarsel með glöggum selrústum. Hlaupin ná allt frá Þríhyrningi að Kvos-
lækjará. Katrínarsel er hin forna selstaða Kollabæjar. Þarna eru allmiklar
rústir og sumar ungar því sauðahús voru á selsvæðinu undir lok 19. aldar og
fram á þessa öld.