Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við þessa eða aðsa Katrínu er kynni að hafa búið í Kollabæ? Vart eða ekki
mun því til að dreifa. Nafnið Katrínarlind og heilnæmt vatn lindarinnar
bendir framar öllu til vígslu og heilagrar konu. Hér kemur og annað til:
Austur á Geirlandi á Síðu er örnefnið Katrínarsel uppi í Geirlandsheiði og get-
ur naumast verið um tilviljun að ræða. Eðlilegt virðist að tengja þessi þrjú
örnefni við Katrínu helgu. Katrínarselið eystra er austast í Geirlandsheiði, í
slakka ofan við heiðarbrúnina, beint á móti bænum í Mörtungu, handan
Geirlandsár. Þar eru greinilegar rústir og aðstæður allar góðar til selstöðu. í
örnefnaskrá Geirlands varðveittri í Örnefnastofnun segir um Katrínarsel
m.a.: „Talið er að þarna hafi haft í seli á 19. öld Katrín Þorkelsdóttir frá
Skaftárdal. Við hana eru kenndar Katrínartættur á Holtsdal. Hún mun hafa
haft selstöðu í Katrínarseli, er hún bjó á Breiðabólsstað eða Keldunúpi.“
Hér greinir rétt frá uppruna Katrínartótta á Holtsdal en öðru máli gegnir
um Katrínarsel. Katrín Þorkelsdóttir var fædd 1826, bjó ekkja á Keldunúpi
1869—1871 og á Breiðabólstað 1871—1873. Örnefnið Katrínarsel kemur fyrir
í forsendum seldóms Magnúsar Stephensen sýslumanns á Höfðabrekku er
hann dæmdi 1822 um selsátur Breiðabólstaðar á Síðu í Geirlandsheiði. Glöggt
er því að selheitið á ekkert skylt við Katrínu Þorkelsdóttur og hlýt ég að telja
að uppruni þess leiti á sama mið og heiti Katrínarsels á Þríhyrningshálsi.
Katrín helga var ekki fjarlæg Síðumönnum á miðöldum. Klausturkirkjan í
Kirkjubæ átti Katrínarskrift stóra samkvæmt máldaga sem í íslenzku forn-
bréfasafni er talinn frá 1343.9 Kirkjubæjarklaustur átti ennfremur selstöðu i
Geirlandsheiði, þó varla í Katrínarseli. María guðsmóðir var nafndýrlingur
klausturkirkjunnar samkvæmt máldaga frá 1218 en vel má Katrín helga hafa
verið verndardýrlingur hennar þó um það skorti heimildir í yngri máldögum.
Geirland er landnámsbýli að vitni Landnámu og einna landmest jörð á Siðu.
Vart kemur því annað til greina en þar hafi verið kirkja í íslenskri frumkristni
og hún kynni að hafa verið helguð heilagri Katrínu.
Fleiri stoðir en Katrínarlind og Katrínarsel renna undir það að kirkja hafi
verið í Kollabæ í Fljótshlíð. Máríuhellagil eru tvö suðvestan í Þríhyrningi,
bæði í Kollabæjarlandi. Helga Skúladóttir frá Keldum segir í ritgerðinni ,,Ör-
nefni í Þríhyrningi“ er birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1933—1936, bls.
19—24, að Máríuhellar séu þarna þrír. Erlendur Sigurþórsson frá Kollabæ
þekkir vel einn þeirra. Hann er í syðra gilinu, gott fjárból neðst í bergbrún og
grasbrekka niður frá því. Þarna var aldrei aðfenni. Fjárborg mun hafa verið
skammt suður frá hellinum, ætluð sauðum, sem venjulega var gefið á gadd á
fyrri árum. Heitið Máríuhellir er að sínu leyti jafn merkilegt og Katrínarsel.
Svo vel vill til að annar Maríuhellir kemur fyrir í miðaldaheimild og tengist
þar ótvírætt kirkjustað. í máldaga Máríukirkju á Reynivöllum í Kjós i
Vilkinsbók 1397 segir svo m.a.: ,,40 sauða höfn í Múlafjall og skjól í