Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 108
112 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS við þessa eða aðsa Katrínu er kynni að hafa búið í Kollabæ? Vart eða ekki mun því til að dreifa. Nafnið Katrínarlind og heilnæmt vatn lindarinnar bendir framar öllu til vígslu og heilagrar konu. Hér kemur og annað til: Austur á Geirlandi á Síðu er örnefnið Katrínarsel uppi í Geirlandsheiði og get- ur naumast verið um tilviljun að ræða. Eðlilegt virðist að tengja þessi þrjú örnefni við Katrínu helgu. Katrínarselið eystra er austast í Geirlandsheiði, í slakka ofan við heiðarbrúnina, beint á móti bænum í Mörtungu, handan Geirlandsár. Þar eru greinilegar rústir og aðstæður allar góðar til selstöðu. í örnefnaskrá Geirlands varðveittri í Örnefnastofnun segir um Katrínarsel m.a.: „Talið er að þarna hafi haft í seli á 19. öld Katrín Þorkelsdóttir frá Skaftárdal. Við hana eru kenndar Katrínartættur á Holtsdal. Hún mun hafa haft selstöðu í Katrínarseli, er hún bjó á Breiðabólsstað eða Keldunúpi.“ Hér greinir rétt frá uppruna Katrínartótta á Holtsdal en öðru máli gegnir um Katrínarsel. Katrín Þorkelsdóttir var fædd 1826, bjó ekkja á Keldunúpi 1869—1871 og á Breiðabólstað 1871—1873. Örnefnið Katrínarsel kemur fyrir í forsendum seldóms Magnúsar Stephensen sýslumanns á Höfðabrekku er hann dæmdi 1822 um selsátur Breiðabólstaðar á Síðu í Geirlandsheiði. Glöggt er því að selheitið á ekkert skylt við Katrínu Þorkelsdóttur og hlýt ég að telja að uppruni þess leiti á sama mið og heiti Katrínarsels á Þríhyrningshálsi. Katrín helga var ekki fjarlæg Síðumönnum á miðöldum. Klausturkirkjan í Kirkjubæ átti Katrínarskrift stóra samkvæmt máldaga sem í íslenzku forn- bréfasafni er talinn frá 1343.9 Kirkjubæjarklaustur átti ennfremur selstöðu i Geirlandsheiði, þó varla í Katrínarseli. María guðsmóðir var nafndýrlingur klausturkirkjunnar samkvæmt máldaga frá 1218 en vel má Katrín helga hafa verið verndardýrlingur hennar þó um það skorti heimildir í yngri máldögum. Geirland er landnámsbýli að vitni Landnámu og einna landmest jörð á Siðu. Vart kemur því annað til greina en þar hafi verið kirkja í íslenskri frumkristni og hún kynni að hafa verið helguð heilagri Katrínu. Fleiri stoðir en Katrínarlind og Katrínarsel renna undir það að kirkja hafi verið í Kollabæ í Fljótshlíð. Máríuhellagil eru tvö suðvestan í Þríhyrningi, bæði í Kollabæjarlandi. Helga Skúladóttir frá Keldum segir í ritgerðinni ,,Ör- nefni í Þríhyrningi“ er birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1933—1936, bls. 19—24, að Máríuhellar séu þarna þrír. Erlendur Sigurþórsson frá Kollabæ þekkir vel einn þeirra. Hann er í syðra gilinu, gott fjárból neðst í bergbrún og grasbrekka niður frá því. Þarna var aldrei aðfenni. Fjárborg mun hafa verið skammt suður frá hellinum, ætluð sauðum, sem venjulega var gefið á gadd á fyrri árum. Heitið Máríuhellir er að sínu leyti jafn merkilegt og Katrínarsel. Svo vel vill til að annar Maríuhellir kemur fyrir í miðaldaheimild og tengist þar ótvírætt kirkjustað. í máldaga Máríukirkju á Reynivöllum í Kjós i Vilkinsbók 1397 segir svo m.a.: ,,40 sauða höfn í Múlafjall og skjól í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.