Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Yðar hágöfgi,
hávelborni
náðugi herra leyndarráð!
Eg veit ekki hvað segja skal um erindi það sem yðar hágöfgi þóknaðist
að fela mér síðasta daginn sem eg var í Kaupmannahöfn. Nefnilega að
senda yður kvenbrúðu klædda á íslenska vísu. Eg fyrirvarð mig fyrir að
neita svo lítilli bón eða víkjast undan hinni minnstu skyldugu þægð! En
vegna bráðrar burtfarar minnar frá Kaupmannahöfn gafst mér ekki
tækifæri til að útvega mér það skraut sem slík brúða þarf að vera búin
til að gefa fullkomna hugmynd um skart tignustu kvenna. Eg varð því,
til þess eins að sýna viðleitni, að fara meðalveginn og láta búa þessa
brúðu þannig að svari til sparibúnings prestskonu eða dándimanns
konu. Ef eg með því væri svo lánsamur að misþóknast [yður] ekki væri
það mér mikil ánægja. En ef yðar hágöfgi skyldi hallast að því að hafa
brúðu á stærð við stálpaða telpu og búna eins og hefðarkonur þegar
þær sækja brúðkaup eða hátíðir, yrði að fá þar til silfurskraut frá
Kaupmannahöfn, og þá mætti yðar hágöfgi náðugast þóknast að gera í
tæka tíð viðvart þar um Skúla landfógeta Magnússyni sem á vetri kom-
anda dvelst í Kaupmannahöfn, til að láta útbúa það ef það er ekki fáan-
legt hér, en klæðnaðinn mætti gera hér. Listi í stafrófsröð um
fatnaðinn, eftir bókstöfum þeim sem festir eru á brúðuna, fylgir hér
með.
Upptalning nafna á flikum íslensku kvenbrúðunnar.
Bókst.A. — Skautafaldur, Calýptra eða toppurinn;
B — Kraginn. Ath. Af myndum sést að sama form hefur tiðkast
í Danmörku;
C — Líking hálsfestar, og nistisins þar á;
D — Hempan eða kjóllinn. Ath. Áður fyrr hafa tignustu
konur haft hana með ýmsum litum, úr dýrindis efnum og
fóðraða innan, nefndist hún þá skikkja, og skrautið á
henni hlað;
E — Svuntan, svintan, með sinum 3 gylltu hnöppum;
F — Ysta pilsið, nefnt pils eða niðurhlutur;
G — Innra pilsið, nefnt upphlutsfat;