Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 119
ÁRNI HJARTARSON OG HALLGERÐUR GÍSLADÓTTIR
SKOLLHÓLAHELLIR
Um manngerða hella að Ási í Ásahreppi.
í Árnessýslu austanverðri, Rangárvallasýslu og allt austur í Mýrdal eru
fornir roksandshólar algengir. Hólar þessir virðast myndaðir í ísaldarlok eða
snemma á nútíma við sandblástur á jökuláraurum sem hafa verið víðáttu-
miklir á þessu landssvæði framan við hopandi jökla ísaldarinnar. Hátt hlut-
fall af eldfjallaösku í sandinum veldur því, að hann harðnar á tiltölulega
skömmum tíma jarðfræðilega séð. Á þeim tíuþúsund árum, eða svo, sem liðin
eru síðan sandhólarnir urðu til, hafa þeir náð að renna saman í mjúkan sand-
stein. í öðrum landshlutum eru jarðmyndanir af þessu tagi nær óþekktar.
Þótt steinn þessi sé of linur til að vinna úr honum nýtilegan múrstein, eins og
gerður er úr sandsteini erlendis, hafa Sunnlendingar engu að síður komist upp
á lag með að nýta hann til húsagerðar. Þeir hafa grafið út hella í hólana.
Sandsteinshellarnir á Suðurlandi hafa orðið fræðimönnum nokkurt íhug-
unarefni, en þó vonum minna, því hér er í mörgum tilfellum um að ræða ein-
hver elstu uppistandandi hús á íslandi.
Elsta heimild um sandsteinshellana er í jarteiknabók Þorláks biskups hins
helga, sem lesin var upp, er helgi hans var gerð lýðum kunn á Alþingi árið
1199. Þeir hellar voru reyndar þegar farnir að falla saman á dögum hins sæla
biskups1.
í Gunnars sögu Keldugnúpsfífls, sem talin er rituð á 15. öld, segir frá því,
að á Geirlandi á Síðu höfðu þrælar það verk ,,... at höggva stóra hella á bæ
Geirs at geyma þar í fénað og fóður.“2
Þá er að finna frásagnir um mannvirki af þessu tagi í Undur íslands, sem
Gísli Oddsson biskup ritaði árið 1638. í kaflanum um hella lýsir hann mann-
gerðum hellum nokkuð og telur þá fyrst og fremst hafa verið notaða til hey-
og eldiviðargeymslu og einnig sem fjós. Þá minnist hann á, að sumir séu hent-
1 Jartegnabók bls. 142—143. Einnig er sagt frá falli Nautahellisins í Odda og jarteiknum
heilags Þorláks því viðkomandi i Þorlákssögu sama hefti bls. 314.
2 Gunnars saga Keldugnúpsfífls bls. 456.