Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 121
SKOLLHÓLAHELLIR
125
ugir til íbúðar og segir m.a.: ,,... en inni voru snagar, borð, sæti, skemlar,
fáguð rúmstæði og legubekkir.<<3
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 og 1709 er getið um
15 hella á 9 bæjum í Rangárvallasýslu3 4, en engan í Árnessýslu. Þeir eru þar
sagðir nýtast sem fjárhús, hesthús, búr, eldiviðar- og heygeymslur. Ljóst er,
að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða, því húsakynna er yfirleitt ekki
getið í jarðabókinni. Eftir þetta fer heimildum um hellana að fjölga.
Langýtarlegustu könnunina á hellunum gerði Matthías Þórðarson árin 1917
og 1919 og skrifaði um langa grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1930.
Þar getur hann um 90—100 hella á 36 bæjum á Suðurlandi og virðist hafa
skoðað og mælt flesta þeirra sjálfur. Meginniðurstöður hans voru þær, að
hellarnir væru langflestir manna verk og höggnir út að meira eða minna leyti á
síðari öldum, þótt sumir þeirra kynnu að vera allfornir að stofni til.
Síðan er okkur ekki kunnugt um að hellum þessum hafi verið mikill gaumur
gefinn, þar til Anton Holt og Guðmundur J. Guðmundsson skoðuðu nokkra
þeirra og gáfu út bækling um athuganir sínar árið 1980.5
Þessari grein er ekki ætlað að fjalla um sandsteinshellana á Suðurlandi al-
mennt, heldur verður hér eilítið rætt um hella að Ási í Ásahreppi og einum
þeirra gerð nokkuð gleggri skil en hingað til hefur verið gert. Stuðst er við athug-
anir og mælingar frá sumrinu 1982, auk upplýsinga frá Hauki Guðjónssyni smið
í Reykjavík, Eiríki Guðjónssyni bónda í Ási og síðast en ekki sist Hermanni
Guðjónssyni fyrrverandi fulltrúa í Reykjavík, en þeir bræður ólust upp í Ási.
í Ási eru margir hellar og hefur vafalaust verið svo lengi. Fyrst er getið um
helli þar í Ferðabók Eggerts og Bjarna6 og síðan aftur í lýsingum Kálfholts-,
Áss- og Háfssóknar frá því um 1840, en séra Benedikt Eiríksson í Kálfholti er
talinn hafa skrifað þær. Þar segir svo um hellana:
í Ási eru 4 heima við og einn uppi í högunum. Einn af þeim er heyhell-
ir, tekur víst af 200 hestum, mikið hár á sumum stöðum, í hönum skal
3 Gísli Oddsson bls. 73—74.
4 Árni Magnússon og Páll Vídalín bls. 270, 298, 340—344, 356 og 368.
5 Athuganir okkar sl. sumar urðu sagnfræðingunum Guðmundi J. Guðmundssyni og Birni
Þorsteinssyni hvati til að fara í skoðunarferð i Skollhólahelli ásamt blaðamanni frá Þjóð-
viljanum. Þar um voru skrifaðar tvær greinar i Þjóðviljann, þann 9/11 og 11—12/12, ’82.
Eftir að þessi grein var samin barst okkur í hendur nýjasta heftið af tímaritinu Jökli. Þar í
fjallar Sigurður Þórarinsson um sandsteinshelli i Mýrdal, Bæjarhelli, en í honum bjó Jón
Steingrímsson eldklerkur veturinn 1755—1756, svo sem frá segir í ævisögu hans. Þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafns hefur nýlega sent fyrirspurn um hella til heimildarmanna á
Suðurlandi. Hafa borist 9 svör (31. des. ’82).
6 Eggert Olafsen bls. 925.