Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vera letur. Annar er brúkaður fyrir lömb og tekur 60 við jötur; annar í
stekkjartúninu er bæði fjár- og heyhellir; tekur undir 100 fjár og af 60
hestum hey, en hinn er brúkaður fyrir hesthús, tekur 18 hesta við stall.
Sá 5ti tekur meir [en] 100 fjár.
Og neðanmáls hefur presturinn bætt við upplýsingum sem hann hefur fengið
eftir að hann skrifaði sóknarlýsingarnar:
Þessi 5ti hellir í Ási er í svokölluðum Skollhólum, norður-landnorður
frá Ási. Þar er mér nú sagt, að víst muni rúnaletur vera7.
Matthías Þórðarson kom i Ás árið 1917 og í hellagrein sinni lýsir hann hellum
þessum allnáið. Við lýsingu hans og sóknarlýsingarnar hér að ofan er því að
bæta, að heyhellirinn, sem fyrstur er nefndur i sóknarlýsingunni, á sér dap-
urlega sögu. Hann var ekki einvörðungu notaður sem heygeymsla. Að
sögn þeirra bræðra í Ási voru manntalsþing haldin í hellinum um síðustu alda-
mót. Ekki er okkur kunnugt um að þessa þingstaðar sé getið í rituðum heim-
ildum. Það er þó alls ekki einsdæmi, að þingað hafi verið í hellum hérlendis
og má sem dæmi nefna hinn kunna Steinahellisþingstað undir Eyjafjöllum.
Einar Benediktsson skáld og sýslumaður í Rangárvallasýslu velti mikið fyrir
sér fornum sögum um landið Thule í Norðurhöfum og hinum dularfullu og
örfáu stöðum í fornritunum, þar sem getið er um byggð írskra munka á ís-
landi. Einar heillaðist mjög af sandsteinshellum Rangárþings og þóttist finna
þar merki þessarar byggðar:
Til að nefna athyglisverð dæmi hef ég tekið eftir ýmis konar teiknum
og myndum hér og þar í hinum þekktu hvelfingum i Ási. Meðal annars
sá ég þar á einum veggnum, niður undir jörð, skýrar og vandaðar fiska-
myndir, sem ég gat mér til um að væru gerðar af kristnum hellisbúum
og ættu að tákna (á grísku) upphafsstafina í Jesús Kristur o.s.frv. í
tengslum við þessar ristur voru þarna einnig ákveðin strik eða myndir,
endurtekin með sama hætti á ýmsum stöðum, en því miður hafði ég
ekki tækifæri til að teikna þær upp.8
Ekki kemur beinlínis fram í riti Einars, við hvaða helli í Ási ofangreind lýsing
á, en auðvelt er að láta sér detta í hug, að hér sé um þinghellinn að ræða, þar
sem í sóknarlýsingunum er einungis minnst á letur í honum og í Skollhólahelli,
og að auki minnist Hermann Guðjónsson þess, að þar hafi verið letur og
myndir.
7 Rangárvallasýsla bls. 200.
8 Einar Benediktsson bls. 74, þýð. Á.H. og H.G.