Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 128
SKOLLHÓLAHELLIR
131
Mynd 5. Veggjaristur í Skollhólahelli. Ljósmynd Á.H.
stærstu stafirnir allt að 6 cm háir. „Rúnirnar" í Skollhólahelli virðast æði tor-
ráðnar. Þarna er kynleg blanda tákna, sem sum líkjast venjulegu latnesku
letri, önnur minna á fornar norrænar rúnir og enn önnur á ýmsá galdrastafi,
fyrir utan þau sem minna sosum ekki á neitt. Letrið er sums staðar svo máð,
að vera má að aðeins sjáist nú hlutar af táknum. Hér verður ekki gerð tilraun
til að ráða þessar rúnir og látið liggja milli hluta, hvort um er að ræða galdra-
þulu, guðrækilega bæn, eða tjáningu þeirra tilfinninga sem oft má lesa úr tor-
ræðum stöfum á veggjum strætóskýla 20. aldarinnar: Dolli + Gurra = love.
Krossarnir eru svolítið sviplíkir, báðir álíka máðir og ellilegir og greinast
ekki svo glögglega frá meitil- og axarförum á hellisveggjunum að auðvelt er að
láta sér sjást yfir þá. Við veittum t.d. litla krossinum ekki athygli í fyrstu ferð-
um okkar í hellinn, er hann þó í augnhæð og í engum skugga.
Helstu stærðir og hlutföll krossanna eru eftirfarandi: Stóri krossinn: 45x28
cm, krossmiðja 17 cm frá toppi. Breidd armanna er 4,5—5,0 cm en hökin á
þeim eru 8 cm, en 10 cm á langásnum. Dýpt ristunnar i vegginn er misjöfn,
víða um 2 cm. Litli krossinn: 15x11 cm, miðja 7 cm frá toppi. Hök 4 cm á
breidd, armar annars 2 cm. Dýpt misjöfn, mest 2 cm.
Báðir eru krossarnir af latneskri gerð, og verður lítið ráðið í þá frekar.
Krossar eru ekki sjaldgæfir í sandsteinshellunum á Suðurlandi. Víðast eru
þetta einföld krossmörk og mun minni en stóri Skollhólakrossinn. Stærsti