Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 129
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
krossinn er þó í hellinum í Efri-Gegnishólum í Flóa, 94x65 cm að stærð, með
sinn smákrossinn undir hvorum armi.15 Aðrir stórir krossar eru í Árbæjarhelli
30x22 cm og í fjóshellinum á Ægissíðu 30,5x17,5 cm.16
Eftirfarandi fangamörk, merki og ártöl má greina á veggnum neðanundir
og til hægri við leturtöfluna: M, 10, IX, GI. A 1780 o.fl. (sbr. myndir 4 og 5).
Ennfremur JH.fi, Þ, 17r, 17u>, 1800(7), 1801, 1802, 1910, 1974, auk þess ung-
legt krot HERMANN17 og máð merki —r-O (13 cm langt). Á veggnum vest-
an við heyhellinn er talan 1213 krotuð unglegum stöfum. Þar til vinstri er rista
V'. Þama eru einnig ártöl og fangamörk misjafnlega skýr, sum algróin mosa,
önnur á kafi í mold og hruni: 1957, HG, H.J. HJ, HI, RX],SK,^M- Á hleðsl-
unni fyrir endaopi hellisins má greina stafina Kt og á suðurveggnum er ártalið
1981. Við neðri brún á baggagati til vinstri þegar gengið er inn í heyhellinn
stendur: ca2oh djúpum vönduðum stöfum.
Matthías Þórðarson er stuttorður um krotið á veggjum Skollhólahellis í rit-
gerð sinni, segir aðeins:
í suðvesturhlutanum er á norðurveggnum rétt fyrir innan afhellinn
ýmislegt krot, upphafsstafir og ártöl: A 1780, 1794, 1801, 1802 o.fl.18
Allt er þetta líklega enn á sínum stað í hellinum. Ártalið 1794 er sennilega það
sama og við lesum 171>. Þegar Matthías var í hellinum einhverntíma árs 1917
var hellirinn i góðu standi, báðir tröppuinngangarnir notaðir og fordyri fyrir
þeim vestari, en hlaðið upp í opið vestast á hellinum. Lýsingin þar inni hefur
hins vegar verið af skornum skammti og þessvegna hefur honum yfirsést hið
máða letur og krossmörkin.
Við viljum leyfa okkur að slá botninn í þessa grein með smáhugvekju um
verndunaraðgerðir. Matthías Þórðarson gekkst fyrir friðlýsingu flestra þeirra
hella sem hann skoðaði á sínum tíma. Þá voru þeir flestir hverjir í fullri notk-
un, en það var aftur nokkur trygging fyrir viðhaldi þeirra. Landbúnaðarupp-
bygging tuttugustu aldarinnar hefur nú dæmt flest hinna gömlu og sérstæðu
sandsteinshúsa úr leik og eftir að daglegri umsýslu hættir í hellunum eru eyð-
ingaröflin furðu fljót að vinna þar verk sín til fullnustu. Hellunum fer sem
15 Anton Holt, Guðtnundur J. Guðmundsson bls. 10, 16—19.
16 Matthías Þórðarson bls. 18—20.
17 Þegar við skoðuðum hellinn virtist okkur nafnið Hermann svo unglegt miðað við annað
krot á veggjum að við gátum okkur þess til, að það væri frá allra síðustu árum. Hermann
Guðjónsson sagði okkur það seinna, að hann hefði sjálfur rist þetta í vegginn árið 1927
eða um það bil.
18 Matthías Þórðarson bls. 36.