Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 132
Textaspjaldið frá Skálholti. Ljósm. Jóhanna Ólafsdóttir.
KRISTJÁN ELDJÁRN
BRAGARBÓT VEGNA TEXTASPJALDSINS
FRÁ SKÁLHOLTI
Það er annað en gaman að ganga fram og játa vitleysurnar sem maður
hefur sjálfur gert, errores sem Árni Magnússon nefndi svo. Eins og það getur
nú verið lúmskt gaman að standa aðra að svipuðum errores. En alténd er þó
illskárra að gangast ótilkvaddur við yfirsjónum sínum en láta aðra koma upp
um sig.
Ég birti nýlega dálitla ritgerð í Griplu IV, 1980, og nefnist hún Textaspjald
frá Skálholti. Þjms. 10881. Ég hef fyrir löngu tínt saman sitt af hverju um
kirkjugripi frá Skálholti, og þetta efni er úr þeirri syrpu. Nú nær engri átt að
endurprenta hér téða grein og læt ég nægja að birta mynd af textaspjaldinu og
uppdrátt af áletruninni sem er á látúnsgjörð á brún þess, og rekja í örstuttu
máli hverskonar hlutur þetta er. Að öðru leyti verð ég að vísa til Griplu-
greinarinnar.
Textaspjaldið, sem nú er nr. 10881 í Þjóðminjasafni, er þykkt eikarspjald,
23,8 x 32 cm, og hefur önnur hliðin, sú sem út hefur snúið á textanum, þ.e.
guðspjallabókinni, verið búin einhverju áfestu skrautverki, sem rifið hefur
verið af fyrir löngu, silfurplötum eða jafnvel smeltverki, líklega þó fremur
silfurbúnaði. Látúnsgjörð með fagurri áletrun hefur ein fengið að vera í friði.
Unnt virðist vera að rekja feril þessa prýðilega helgigrips alllangt aftur í tím-