Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 136
bragarbót
139
hennar Ornamenta og Antiqvitatis reliqviœ. Þessu til staðfestu eru vor
nöfn hér undirskrifuð, á sama stað, ári og degi sem upphaflega greinir.
Magnús Markússon. Arngrímur Bjarnason. Þorkell Árnason. Vigfús
Jónsson.11
Þessi ágæta greinargerð sýnir óvéfengjanlega að textarnir þrír, sem þar er
um fjallað, voru allir með búnu fremra spjaldi. Skýrara gat það ekki verið og
þarf ekki að orðlengja það. En hvar eru þá þeir tveir textar af fimm sem lengi
höfðu verið í Skálholti? Jú, þeir eru í fyrri skrá virðingarmannanna, taldir
með pergamentsbókum in folio, nr. 15 og 16, en ekki undir nafninu texti. Nr.
15 nefnist þar Lesbók lítilfjörleg og nr. 16 Partur úr lesbók.
Þegar Árni Magnússon fékk virðingarlistana í hendur hefur hann skrifað
nokkuð ítarlegar athugasemdir um skinnbækur þær sem í skránni eru nefnd-
ar. Um nr. 15 segir hann:
,,Lesbók. Kallast í þeim fyrri registrum lesgrallari. Hefur til forna verið
búinn framaná (textus tales libros nominarunt). En nú er allur sá bún-
ingur af brotinn og ei nema spjaldsins cavitas tilbaka. í Mag. Brynjólfs
tið er bókin virt fyrir X álnir. (Eg tók þá bók í sundur 1704, strax eftir
það kirkjubækurnar voru virtar og seldar).“
Um nr. 16 segir Árni eftirfarandi:
„Lesbókar stykki, búið fallega á fyrra spjaldinu (c: texti). Á þessari bók
stendur engin nóta hvar af sjást megi hvert eða hvernig hún hafi virt
verið í Mag. Brynjólfs tið. (Eg tók hana í sundur strax eftir það bæk-
umar vom virtar og seldar 1704). — Það kynni vera num. 29, 30 eða 31 í
virðingu Mag. Brynjólfs. — Non. — Það mun ei svo vera, heldur mun
þetta vera einn af þeim 5 textum dómkirkjunnar og í þann máta aldrei
virtur í tíð Mag. Brynjólfs.41
Ekki sé ég ástæðu til að efa að sú meining Árna sé rétt, að báðar þessar
bækur hafi verið textar, enda þótt virðingarmennirnir gefi þeim ekki það
nafn. Eru þá allir textarnir fimm komnir til skila, og allir eru þeir með búnu
fremra spjaldi, samkvæmt berum orðum virðingarmannanna og Árna Magn-
ússonar. Og einhver þeirra hlýtur að vera sá sem varðveitta spjaldið er af.
Ergo: Það er fremra spjald og lestur áletrunar byrjar á neðri skammhlið.
Freistandi væri að draga þá ályktun af lýsingu Áma á nr. 15, að þar sé hann
einmitt að tala um Þjms. 10881, þegar hann segir að allur búningur sé brotinn
af og ekkert eftir nema „spjaldsins cavitas” þ.e. grópið. Þetta nálgast mjög
að vera góð lýsing á Skálholtsspjaldinu eins og það er nú. Samt er réttast að
hrapa ekki að slíkri ályktun. Algengt var að þvílíkt gróp væri á búnum texta-
spjöldum. Og raunar væri einkennilegt að Árni skyldi ekki geta um letur-