Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 137
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gjörðina, ef hún hefur verið á þessum texta. Honum hefði þó sennilega þótt
merkilegt að hann skyldi upphaflega hafa verið í Odda. Má því vel vera að hér
sé alls ekki um sama texta að ræða og varðveitta Skálholtsspjaldið hafi ekki
misst skrúð sitt fyrr en síðar, eins og gert er ráð fyrir í Griplugreininni þar sem
verið er að reyna að bera kennsl á það eftir afhendingarskrám 18. aldar.
Hvað sem um þetta er má fullvíst telja, að Árni Magnússon hafi hirt inn-
matinn úr texta þeim sem spjaldið er af. Og þá hefur einhver góður maður,
hann eða einhver annar, skrifað fagurlega á spjaldið til minnis: „Þetta er
búna spjaldið af einum ónýtum texta dómkirkjunnar 1704.“
Textaspjaldið frá Skálholti setur oss fyrir sjónir það sem gerðist í Skálholti
1704: Árni Magnússon vill kaupa það sem hann girnist af gömlum bókum
dómkirkjunnar. Jón biskup Vidalín fellst á það, enda margt þesskonar gagns-
laust kirkjunni, og lætur valinkunna menn virða allan bókakostinn. Árni
kannar allt vandlega og heldur til haga alls konar minnispunktum og athuga-
semdum um allt sem til greina kemur. Meðal þess sem hann fær að kaupa eru
gamlir textar á kálfsskinni. Hann „tekur þá sundur" og hirðir skinnblöðin, en
spjöldin vill biskup láta fylgja dómkirkjunni sem forngripi. Verðið sem Árni
borgar fyrir feng sinn sýnist vera býsna hátt, en hann borgaði það ekki í hand-
bæru fé heldur vöru. í afhendingarskrá frá 1722, þegar Jón biskup Árnason
tók við stað og kirkju eftir meistara Jón segir svo:
„Fyrir prentaðar pappirsskræður með gömlum stíl í ónýtu bandi, í
folio og quarto, item fyrir kálfsskinnsskræður og fleiri önnur sundur-
laus blöð, sem fyrri afhendingin umgetur, hefur assessor Árni
Magnússon keypt fyrir 2 hundr. 97 al. sem hann hefur betalað með
blómuðu túbin til Cantarakápu sem strax verður áminnst."