Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 141
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um þáttum i íslenskri þjóðfélagsgerð um miðja 19. öld og velta fyrir sér hvaða
grundvöllur var fyrir ljósmyndun á íslandi þá.
Tilkoma ljósmyndunar var nátengd breyttri stéttaskiptingu í Evrópu, vexti
borgarastéttar og þéttbýlismyndunar í kjölfar iðnbyltingar. Viðskiptavinir
ljósmyndara voru fyrst og fremst borgarbúar og í borgum var nægilegur
fólksfjöldi til að grundvöllur væri fyrir rekstur ljósmyndastofa.
Þjóðfélagsgerð á íslandi var um margt frábrugðin iðnvæddum þjóðfélög-
um Evrópu. Hér skorti ýmsar forsendur fyrir viðgangi Ijósmyndunar. Þétt-
býlismyndun var skammt á veg komin. Á tímabilinu 1836—62 var Reykjavík
eini löggilti kaupstaður landsins. Miklu skipti um vöxt og framgang Reykja-
víkur að á árunum 1844—47 var Alþingi endurreist þar, Latínuskólinn fluttur
aftur til bæjarins, prestaskóli stofnsettur þar, prentsmiðju komið á fót og
dómkirkjan stækkuð. íbúar Reykjavíkur voru árið 1835 639, árið 1850 1149
og 1860 1444. Hægt og sigandi mynduðust bæjarkjarnar á öðrum stöðum. Á
Akureyri bjuggu árið 1835 56, árið 1850 187 og árið 1862 286 manns. Á ísa-
firði voru árið 1835 37, árið 1850 90 og árið 1860 218 manns.7 Þéttbýlis-
myndun var því á algjöru frumstigi hér þegar fyrstu ljósmyndararnir taka til
starfa.
Afgerandi breytingar í stéttaskiptingu landsmanna voru nátengdar búsetu-
breytingum. Þó að bændur fengjust líka við sjósókn og ýmsar iðngreinar,
smíðar hvers kyns eða bókband, þá var sú iðja aukageta. Afkoma þeirra
byggðist eftir sem áður fyrst og fremst á landbúnaði.
Þjóðin var ekki orðin nægilega bjargálna vegna frumstæðra atvinnuhátta
til að geta veitt sér þann fánýta munað að eignast af sér myndir.
Mannamyndagerð byggði heldur ekki á gróinni hefð hér líkt og í Evrópu.
Nokkrir íslendingar höfðu þó fengist við gerð mannamynda á síðari öldum.
Þar er fyrsta að telja þrjá presta, þá Jón Guðmundsson (1631 —1702) í Felli í
Sléttuhlíð, Jón Guðmundsson (um 1635—1696) í Stærra-Árskógi og Hjalta
Þorsteinsson (1665—1754) í Vatnsfirði. Frá því um aldamótin 1800 til um
1850 koma fjórir menntaðir myndlistarmenn heim frá námi: Sæmundur
Magnússon Hólm (1749—1821) prestur á Helgafelli, Helgi Sigurðsson, sem
fyrr var nefndur, Þorsteinn Guðmundsson (1817—1864) frá Hlíð í Gnúp-
verjahreppi og Sigurður Guðmundsson málari (1833—1874).8
Engum þessara manna tókst að sjá sér farborða með list sinni. Viðfangsefni
þeirra mótuðust af markaðnum, og voru annaðhvort altaristöflur, oftast
eftirmyndir frægra mynda eða annarra altaristaflna eða mannamyndir af
samtímafólki. Einn þessara manna, Þorsteinn Guðmundsson, fer gagngert út
í málaranám með mannamyndagerð í huga eins og kemur fram í bréfi velgerða-
manns hans Steingríms Jónssonar biskups til Jóns Sigurðssonar forseta.