Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 142
DAGUERREOTÝPUR Á ÍSLANDI
145
.. allur hans hugur og eftirlaungun er til að verða málari, sérílagi port-
rait-maler, er hann þarað auk helldur að launi sig hér í landi því betur
sem þeir séu jafnvel eingir, sem hér gefi sig af með það, en mörgum þyki
fýsilegt að eignast mynd sína eða sinna, og þykir mér hann hafa rétt
fyrir sér í þessu.9
En þessar hugmyndir um þörf íslendinga fyrir ,,portrait-maler“ reyndust
óraunhæfar. Þegar Þorsteinn sneri heim fullnuma gerðist hann vinnumaður
hjá föður sínum, en fékkst síðar við söðlasmíðar og eitthvað við húsamálun.
Varðveittar mannamyndir eftir hann eru innan við tíu, þar af sjálfsmynd,
mynd af föður hans, bróður og mágkonu, sem bendir til að ekki hafi margir
orðið til að falast eftir teikningu af sér og sinum.10
Mannamyndagerð þeirra Sæmundar og Helga var nokkru umfangsmeiri en
Þorsteins ef marka má fjölda varðveittra mynda eftir þá. En afkastamestur á
þessu sviði var Sigurður Guðmundsson. Um 100 mannamyndir eru varðveitt-
ar eftir hann gerðar á árunum frá um 1848—67, eða eftir að ljósmyndaöld var
upp runnin.11 Það er því vart hægt að segja að mannamyndagerð hafi verið
umfangsmikil hér á landi á fyrri hluta 19. aldar.
Jafnvel meðal helstu manna þjóðarinnar tíðkaðist ekki að láta mála af sér
myndir á þessu tímabili. ,,Þó íslendingar færi utan um þær mundir, eins og
t.d. Steingrímur biskup 1824 til vígslu datt hvorki honum né öðrum i hug að
láta taka af sér olíumynd. Magnús konferensráð hafði einn rænu á því eins og
öðru,“ segir Páll Melsteð í endurminningum sínum.12
Þegar ljósmyndun barst hingað um 1850 gat hún því ekki byggt á hefð í
mannamyndagerð heldur kom það í hennar hlut að skapa þá hefð. Það gefur
Islandi nokkra sérstöðu að hér varð ljósmyndin fyrirrennari málverksins og er
það andstætt því sem tíðkaðist meðal annarra þjóða Evrópu.
Þegar Helgi Sigurðsson byrjar að kynna sér ljósmyndaaðferð Daguerre um
1845—46 eru aðeins 6 ár liðin frá því fyrstu daguerreotýpurnar voru teknar á
Norðurlöndum.13 Ljósmyndin hafði enn ekki náð neinni verulegri útbreiðslu í
Danmörku. í Kaupmannahöfn eru á þessum árum aðeins starfandi um 6 ljós-
myndarar.14
Heimildir um myndatökur Helga eru næsta rýrar. Benedikt Gröndal segir
af honum þessa sögu:
Seinna tók Helgi fyrir að ,,daguerrotypera“ (fotografía var þá ekki til
komin) og gerði það illa; þá hafði hann aðsetur í garði nokkrum í Stóru
kóngsins götu; þangað fóru einhverju sinni nokkrir íslendingar i hóp og
létu hann mynda sig, þar á meðal var Konráð [Gíslason]; hann lagði
eplaskurn yfir annað augað á sér, en Helgi sá það ekki og skyldi ekkert í
hvernig myndin hefði orðið svo útlítandi.15
10