Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 146
DAGUERREOTÝPUR Á ÍSLANDI
149
fyrðínga mína rióða með, item litla flösku með præpareret Bromkalk i.e. kalk
með vissum skamti af Brom í, mátulegum til Pladernes Dampning.“34 Hér
kemur fram að Siggeir hefur litað myndir sínar, en það tíðkaðist með
daguerreotýpur allt frá upphafi.
Ári síðar skrifar Siggeir Páli, þakkar honum fyrir peningana og segir frá
ljósmyndatökum sínum.
Ekki fékk jeg samt fyrrenn í haust það sem átti að koma fyrir þessa pen-
inga eptir að dagar voru orðnir stuttir og dimmir og nærfelt óbrúkan-
legir til mindatöku vegna loptlags og hráslaga uppúr jörðunni sem ætíð
er meiri eða minni á haustin. Annars hvað sólmyndatökunni viðvíkur,
þá hefur mér tekist heldur illa í sumar semleið og gétur það ekki komið
til af öðru enn því, að eitthvað af Ingredientierne til þeirra hluta sé farið
að láta sig og skémmast af votraka í fyrra vetur, því hann er eitur í öllu
þaraðlútandi. Jeg náði að vísu myndonum og það sæmilega skýrum, en
það hefur orðið lángtum dimmara yfir þeim hjá mér, heldur enn í Nor-
vegi og hér um haustið eptir að jeg kom þaðan, og get jeg ekki vitað hvað
tilkémur, annað enn þetta, að eitthvað af efnonum sé farið að láta sig.
Nú í haust fékk jeg nýefni, og þarámeðal eitt, sem jeg hafði vestan grun
á að mundi hafa skémmst, en jeg hef ekki fengið tæki færi til að reyna
það síðan, því þú átt gátuna, fáir verða til að biðja um myndir hér og
þykir slíkt þarfleysa að kasta fjé sínu út fyrir jafn ónauðsynlegann
hlut.35
Það reyndust sem sagt ýmis vandkvæði á að stunda ljósmyndun á Aust-
fjörðum um 1860. Nauðsynleg efni til starfans voru torfengin og húsnæði
óupphitað og ekki heppilegt til geymslu á þeim. Myndaaðferðin sem Siggeir
hafði valið auk þess flókin og lítið mátti útaf bregða til að illa tækist til. Birta
til myndatökunnar var aðeins nægileg yfir hásumarið. Ef Siggeir hefði lært að
taka myndir með votum plötum er ekki víst að svona hefði farið.
Siggeir virðist aðallega hafa verið við myndatökurnar á Eskifirði, þorpi,
sem þá samanstóð af fimm húsum. Húsum þeirra Carls Tuliníusar faktors,
Nielsar Bekk verslunarþjóns, Gísla Árnasonar trésmiðs, Jónasar Thorsteins-
sonar sýslumanns og Benjamíns Arngrímssonar daglaunamanns.36 Aðrir í
byggðarlaginu stunduðu búskap. Þjóðfélagsleg og efnahagsleg þróun hafði
enn ekki náð því stigi að þar væri rúm fyrir ljósmyndara og framleiðslu hans.
En Siggeir gefst ekki upp, en heldur áfram að reyna. Síðasta frásögn hans
af myndatökum er í bréfi frá 19.1.1860. Þá eru liðin tæp 3 ár síðan hann sneri
heim frá Noregi og byrjaði myndatökur. Myndir hans hafa líklega ekki orðið
margar. Fyrsta árið, 1857, segist hann hafa tekið fimm myndir. Hann gefur