Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 152
PÁLSMESSA OG KYNDILMESSA
155
Ef: Þessu orði er mjög oft sleppt.2 Stöku sinnum er vh. Sé settur í staðinn,
enda fellur þá sagnmyndin er yfirleitt niður úr línunni.3
heiðbjart: heiðskírt er miklu algengara4 og heiðríkt kemur talsvert oft fyrir.5
Einnig bregður fyrir orðunum himinn(inn), hreint er og heiður, og breyt-
ist þá næsta orð til samræmis.6
er: veður kemur talsvert oft í staðinn7 og er veður nokkrum sinnum8, enn-
fremur loft.9
himinn: í staðinn kemur örsjaldan fyrir himinninn og heiður ogf0
klár: blár kemur stöku sinnum í staðinn.11
helga: helgri kemur næstum jafnoft fyrir12, en líka bregður fyrir heilagri, heil-
aga, helgri er og er helgri.'13
Pálus: Páls á kemur nokkrum sinnum fyrir14, og dæmi finnst um Pálusar.15
mun þá verða: mun það boða kemur nokkrum sinnum fyrir16 og á stangli mun
það merkja, mun það verða, þá mun verða og mun það vita a'.17
mjög gott: vorgott kemur fyrir í staðinn, en þá er framhaldið líka: víst má trúa
þessu.1B
mark: merki, marka, merkið, markaðu, merktu og mart kemur allt fyrir.19 En
þó nokkur dæmi eru þess, að hér komi orðið maður, þótt framhaldið sé
ekki ætíð hið sama.20
skalt hafa: í stað þessara orða kemur margt til greina. Algengasta afbrigðið er
skal taka2\ en síðan skalt taka22 og ég það23, en sjaldnar skal hafa, það,
skaltu hafa, má taka, má trúa, tak þú, ég af og ég.24 Sé orðið maður á
undan, koma þessi afbrigði fyrir: upp frá25, gáðu að26 og trúðu.21.
Ef að: En ef kemur nokkrum sinnum fyrir28, og rekast má á Ef hún.20.
Óðins: Fyrir kemur á Óðins, og Óðins, um Óðins og m.a.s. Auðuns.30
kvon: Eitt dæmi hefur fundist um vo<5 i staðinn.31
á þeim: allan kemur stöku sinnum fyrir, enda breytist þá næsta orð.32 Dæmi
hefur og fundist um alhimininn fyrir þessi orð og næsta.33
degi: himin kemur aðeins fyrir34 og daginn sömuleiðis.35
fjármissi: fénaður dauða kemur stöku sinnum í staðinn36, einnig fjárskaða,
fjárins skaða og fjárdauða.37
fellis: fólksins hefur líka fundist.38
von: Sést hafa afbrigðin vor og tjón.39
forsjáll: í stað þessa orðs hafa sést afbrigðin farsæll, fésæll, félaus, fáráður,
fé sitt og frekt það, en öll eru þau sjaldgæf.40
Fleiri veðurvísur þekkjast um Pálsmessuna, en boðskapurinn er nokkurn-
veginn hinn sami. Skal hér fyrst tekið dæmi, sem þekkist í afbrigðum frá Vest-
fjörðum, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu og sjálfsagt víðar: