Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 153
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ef myrkt er loft á messu Páls,
mun þér við því óa,
að heljartökin hörkubáls
hylji allt með snjóa.41
Þessi vísa er líka þekkt í ýmsum tilbrigðum, einkum á Vestfjörðum, en
einnig í Rangárvallasýslu:
Ef dagur Páls er dyggða klár,
drengir fá hið besta ár,
en sé þykkur þoku með,
þá deyr bæði menn og féð.42
Og þessi er úr Barðastrandarsýslu:
Messan Páls er mikið björt,
margur á góðs að vona.
Blikan undir er þó svört
eins og heilög kona.43
Fyrir kemur, að messuvísum þessum sé blandað saman, og fylgir þá stund-
um ruglingur i hinu fræga brageyra þjóðarinnar:
Ef að sól í heiði sést
á helgri Pálusmessu,
mun þá verða mjög gott ár,
marka ég það á þessu.44
Áður en leitað er uppruna þeirra vísna, sem hér um ræðir, er rétt að gera
nokkra grein fyrir messudögunum sjálfum, sögu þeirra og siðvenjum.
Pálsmessa er 25. janúar, og þann dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú
Kristi á veginum til Damaskus, snúist til trúar á hann og hætt að ofsækja
kristna menn. Eftir það verður hann Páll postuli. Hátíðar af þessu tilefni sést
getið á 8. öld.45
Um þetta leyti er veturinn víða í Evrópu talinn hálfnaður og hitalágmarkinu
yfirleitt náð. Því er fremur en ella að vænta veðurbreytinga til hins betra eða
verra. í kristilegri þjóðtrú voru þessi veðrabrigði hinsvegar rakin til sinna-
skipta Páls postula. Af sömu ástæðu þótti dagurinn líka viðsjárverður í ásta-
málum og hætt við, að elskendum snerist hugur og ekki endilega til hins betra
einsog í dæmi Páls.46
Nokkur atriði varðandi Pálsmessu eru sérstök fyrir ísland. Er þess fyrst að