Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 154
PÁLSMESSA OG KYNDILMESSA
157
geta, að fram til 1700 hófst vetrarvertíð í Gullbringusýslu og viðar í Sunnlend-
ingafjórðungi á þeim degi, en við tímatalsbreytinguna það ár var upphaf
vertíðar fært til fyrsta virka dags eftir kyndilmessu, 3. eða 4. febrúar.47
Ein venja var nokkuð þekkt í a.m.k. sumum landshlutum, en hún var sú að
gefa bæjarhröfnunum eitthvert góðgæti á Pálsmessu. Að vísu var alsiða að
gefa þeim öðru hverju einhvern hroða í mannúðarskyni og samkvæmt orðtak-
inu ,,Guð borgar fyrir hrafninn“. En við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var
útbreiddur siður að veita þeim mun betur á Pálsmessu en endranær. Átti
krummi þá síður að leggjast á lömb bóndans að vori. Einstakir menn í Skaga-
firði og Eyjafirði kannast reyndar líka við þessa venju, en ekki er það al-
mennt.48
Þriðja atriðið er ákveðin ótrú eða bannhelgi á Pálsmessunni og reyndar
sjálfum þeim vikudegi, sem hana ber upp á hverju sinni. Var hann nefndur
Pálsmessudagur, og á honum mátti ekki byrja á neinu nýju verki, t.d. ekki
hefja sjóróðra, byggingu húss eða heyskap. Þessi ótrú virðist þó eingöngu
bundin við Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð, enda skýtur hún heldur skökku við
hið gamla upphaf vetrarvertíðar á Suðurlandi.49
Hugsanlega eimir hér eftir að þeirri pápísku, þegar Pálsmessan var talin
einn hinna svonefndu „illu daga“, sem á latínu hétu ,,dies mali“ og voru því
af alþýðu manna stundum kallaðir ,,dismaladagar“. Um þá segir í gömlu
rímtali:
„Tveir eru þeir dagar í hverjum mánuði, er að bókmáli kallast dies inali, en
það þýðist illir dagar. Það er ein stund á sérhverjum þeirra, er ónýt er til allra
lækninga, þeirra sem menn vænta sér heilsu af, nema Guð vilji með jar-
teiknum græða. Hinn fyrsti af þeim er hinn 8. dagur jóla og hin níunda stund;
annar er Pálsmessa og hin 6. stund.“50
Og e.t.v. felst eitthvað af þessari gömlu ótrú í orðtakinu: „þetta er nú meiri
pálsmessan“ um einhverja erfiðleika.51
Kyndilmessa er 2. febrúar og hefur reyndar gengið undir ýmsum nöfnum
innan kirkjunnar. Einna elst þeirra mun vera hreinsunarhátíö blessaðrar
Maríu meyjar. En samkvæmt Móselögum taldist kona óhrein i 40 daga, eftir
að hún hafði alið sveinbarn. Og því gekk María með Jesúbarnið til helgidóms-
ins fjörutíu dögum eftir fæðinguna til að láta hreinsast.
Hreinsunarhátíðar Mariu sést fyrst getið í Jerúsalem snemma á 4. öld, en er
þá reyndar á degi, sem samsvarar 14. febrúar, því að þá var fæðingardagur
Jesú enn talinn 6. janúar. Á 5. öld sést þar getið um ljósaskrúðgöngu á
þessum degi, og er þar væntanlega vísað til orða Lúkasarguðspjalls, „ljós til