Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 158
PÁLSMESSA OG KYNDILMESSA
161
„Ég veit með vissu, að eftir 1850 bjó kona ein allgóðu búi, en afskekktu
mjög. Hún hafði ráðsmann, er hún matti mikils, en var sjálf ekkja. Sagt var,
að hann hefði oftast ráðið því, er hann vildi. Kyndilmessudag einn, er ráðs-
maður og fjármaður komu út til búverka, var bjart og gott veður, en loft
þungbúið. Segir þá smalamaður: ,,Ekki fáum við góðan mat í dag. Ætli
húsmóðurinni þyki ekki nokkuð björt kyndilmessan.“ ,,Ráð er til við þvi,“
kvað ráðsmaður, „enginn er kominn á fætur, nema við tveir. Skulum við fara
hljóðlega og byrgja vandlega alla glugga.“ En mikill snjór var nýfallinn. Báru
þeir svo snjó á glugga. Síðan kvaðst ráðsmaður ætla inn og hafa tal af hús-
freyju. Gerði hann svo. Húsfreyja svaf í afhýsi í enda baðstofu. Gekk ráðs-
maður inn og bauð húsfreyju góðan dag. Hún spurði að veðri. Hann kvað
augalaust kafald og mætti vænta stórhríðar, er liði á daginn. ,,Guði sé lof“,
mælti húsfreyja, ,,því það er þá fátt að marki, ef kyndilmessuveður bregst.
Ættir þú að ná í hangikjöt til matar í kvöld.“ Hann kvað svo skyldi gert, en
kvaðst vera mjög slæmur af gikt og kvað hana eigi skyldi hugsa um fótaferð
strax. Bað hún hann finna sig, er hann væri búinn. Fór hann síðan fram, náði
í kjötið og bað eldakonu eigi hafa hátt um. Gekk ráðsmaður síðan til
húsfreyju og kvaðst hafa gert sem hún óskaði, og ekki muni líkur til að veður
batnaði. Seildist húsfreyja ofan í kistil, er stóð við rúmstokkinn hennar og dró
upp brennivínsflösku og bauð ráðsmanni. Þáði hann það, en kvartaði jafn-
framt um gikt sína og taldi, að sér myndi batna, ef hann legði sig í flet sitt, þó
hart væri. Húsfreyja kvað hann geta lagt sig í rúmið sitt og mætti vera, að
honum batnaði. Undu þau i rúminu fram eftir degi, og er ei annars getið en
báðum likaði vel. Saga þessi mun í öllum aðalatriðum sönn og sýnir, hve mik-
ið var lagt uppúr veðri á merkisdögum svo sem kyndilmessu.“61
Algengt afbrigði kyndilmessuvísunnar áðurnefndu er að síðasta orð fyrstu
linu sé sest, en ekki sést. Þýddi það þá, að sólin mætti ekki setjast í heiðskíru
veðri. Um það er m.a. til þessi frásögn eftir Skeiðamanni, sem fæddur er
1909, en skrifaði hana árið 1975: ,,Bóndi, sem er nýdáinn, sagði eitt sinn á
kyndilmessu um sólina: ,,Hún ætlar að setjast í heiði, bölvuð.““62
Víkjum nú aftur að veðurvísunum alkunnu og uppruna þeirra. Almennt
hefur verið talið, að þær væru runnar upp af eftirtekt og reynslu kynslóðanna
hérlendis.63 En við nánari athugun kemur annað í ljós.
Fyrst er þess að geta, að samsvarandi vísur þekkjast bæði á Bretlandseyjum
og í Þýskalandi og finnast skráðar frá 17. til 19. aldar. Að sjálfsögðu er ekki
nema eðlilegt, að sviplíkur skáldskapur og hugsun spretti upp við áþekkar
náttúrukringumstæður. Þvi skyldu menn varast að draga af því fljótfærnis-
u