Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 161
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Og í Skotlandi þekkist þetta afbrigði frá líkum tíma:
If Candlemas day be clear and fair,
The half of the winter is to come and mair.70
Önnur afbrigði frá Skotlandi:
If Candlemas be fair and bright,
Winter will have another flight,
But if Candlemas bring cloud and rain,
Winter is gone and will not come again.
If Candlemas is fair and clear,
There’ll be two winters in the year.71
Og í einni enskri gerð er kveðið enn fastar að orði:
When Candlemas day is fine and clear,
A shepherd would rather see his wife on the bier.72
Kannski er rétt að taka fram, að bier þýðir líkbörur.
Frá Þýskalandi skal þetta dæmi tekið:
Scheint Lichtmesstag die Sonne klar
Gibts Spátfrost und kein gutes Jahr.
A hinn bóginn:
Wenns am Lichtmess schneit
Ist der Fruhling nicht mehr weit.73
í sjálfu sér væri fátt því til fyrirstöðu, að þessi rímaða alþýðuspeki hefði
borist tii okkar úr ensku eða þýsku einhverntíma á umliðnum öldum. En nær-
tækara er þó að líta svo á, að i öllum tilnefndum löndum sé hún af einni og
sömu rót runnin, þ.e. hinni gömlu alþjóðatungu lærðra manna, latínu. Þar
þekkjast nefnilega svohljóðandi málshættir í rímuðu formi frá miðöldum:
Um Pálsmessu:
Clara dies Pauli bona tempora nuntiat anni,
Si fuerint venti, designat prelia genti,
Si nix vel pluvia, designat tempora cara,
Si fuerint nebule, pereunt animalia queque.74
Þessi latneska vísa þekkist í nokkrum afbrigðum, en þetta merkir í lauslegri
þýðingu: Bjartur Pálsdagur boðar gott ár. Stormur bendir til stríðs milli
manna. Snjór eða regn boðar dýrtíð, en verði þoka, munu skepnurnar farast.