Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 163
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
En ef sterkleg storma hríð
styrjöld gjörir að bjóða,
halda menn það merki stríð
millum heimsins þjóða.
En ef þokan Óðins kvon
á þeim degi byrgir,
fénaðar dauða og fellirs von
forsjáll bóndinn syrgir.
Falli snjór, en drýpi dögg,
dult skal ei, hvað þýðir,
hefur þjóðin haldið glögg
harðdrægar ársins tíðir.
Kyndilmessa
Um hana héldu so þeir gömlu: Ef þann dag væri sólskin, so hiti stæði af
sólu, þá mundi bæði snjór og frost á eftir koma. Rantzovii málsháttur þar
uppá:
Sole micante die purificante
Nix erit major quam ante.
Á kyndilsdag sól heitt skínandi,
sýnir seinna snjó fallandi.“76
Eins og sjá má er þriðja vísan um Pálsmessuna í handritinu nokkurnveginn
hin sama og síðari vísan um hana hjá Jóni Árnasyni. Önnur vísan í handritinu
hefur líka fundist lítt breytt í handriti frá Jóni Sigurðssyni á Steinum undir
Eyjafjöllum (d. 1877).77
Ekki er fullvíst, hver sá Rantzovius er, sem vitnað er til undir lokin. En með
líkindum er það Heinrich von Ranzow eða Rantzau (1526—1599), sem m.a.
var landstjóri Danakonungs í Slésvík-Holstein 1556—1598. Á ungum aldri
nam hann við háskólann i Wittenberg og skrifaði margar bækur, sem einkum
hafa gildi varðandi landlýsingu og samtíðarsögu í landamærahéruðum Dan-
merkur og Þýskalands. En hann fékkst einnig við önnur fræði, og af þeim,
sem þetta mál gæti snert, má nefna þessi rit:
Astrologia et certitudo hujus scientiae. Köln 1585.
Ephemerides seu Calendarium Ranzovianum dierum et noctium
quantitatem continens ad elevationem poli 55 grad. Hamborg 1590.