Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 170
AF HEILAGRI BARBÖRU
173
iðnaður þessi nær hámarki sínu í
Hollandi, Belgíu og Þýskalandi,
þ.e.a.s. í landamærahéruðum
þessara landa.4
Borgin Utrecht í miðju Hol-
landi var þekktasta miðstöð pípu-
leirsframleiðslunnar og vörur það-
an voru annálaðar fyrir gæði.
Meðal þess sem þaðan kom voru
helgimyndir, bæði stórar og smá-
ar, myndir allt að einum metra að
hæð og smærri, sem sjaldan voru
lengri en tíu cm, eða sams konar
myndir og heilög Barbara úr
kapellunni. Myndir þessar voru
fjöldaframleiddar og voru fluttar
út í miklu magni, t.d. til Frakk-
lands, Englands og Spánar og
víðar að því er virðist.5
Helgimyndir sem þessar hafa
því verið eftirsótt verslunarvara,
sem kaupmenn hafa haft í fórum
sínum allt frá 15. öld fram á þá
síðustu. Eftir siðaskipti í Hollandi
dregst þessi iðnaður að sjálfsögðu
mjög saman, þar eð eftirspurn
eftir dýrlingamyndum verður
minni, en alveg fram á 19. öldina
er framleiðsla smámynda í fullum
gangi í borginni Utrecht. Helgi-
myndaframleiðslan hætti, en í
staðinn hófst leikfangagerð, þar
sem megináhersla var lögð á gerð
lítilla dýra og skrautbúinna kerl-
inga og karla.
Tvisvar sinnum, að því er höf-
undur veit til, hafa fundist leifar
verkstæðisframleiðslu í borginni
Utrecht. Fyrst árið 1844 og svo
fyrir fáeinum árum, 30 smá-
2. mynd. Heilög Barbara frá Utrecht. Stœkkuð
rúmlega fjórum sinnum.