Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 173
STURLA FRIÐRIKSSON
PAPEY EÐA LUNDEY
I erindi um fornminjarannsóknir í Papey, sem flutt var í Norræna húsinu
hinn 22. febrúar 1982, skýrði Kristján Eldjárn frá leit að minjum eftir írska
munka, sem álíta mætti að hefðu haft aðsetur í eynni fyrir landnám norrænna
manna, og vék þá að sögulegum heimildum um veru papa á íslandi, en um
þessar rannsóknir skrifaði hann einnig í Fróðskaparritið 1981. Fyrirlesari lét
að því liggja, að fundur fornminja bæri ekki órækan vott um veru írskra
munka i Papey og gat þess, að eyjarnafnið kynni að vera dregið af öðru en því
heiti, sem norrænir menn gáfu írskum munkum, svo sem af sérstæðum hól-
um, sem eru áberandi í landslagi eyjarinnar og nefna mætti presta.
í lok erindis ræddi fyrirlesari um hina miklu lundatekju í eynni og sýndi
mynd af stúlku, einum síðasta Papeyjarbúanum, nýkominni úr veiðiferð með
háf og lundakippu.
Óhjákvæmilega kemur þá í hug samband lunda, nafna á lundabyggðum og
ýmissa nafngifta á þeim fugli. Lundeyjar og önnur örnefni, er minna á lunda,
eru nokkur bæði hér við land og við Færeyjar. Jafnvel úti fyrir Bristol-flóa
við Englandsstrendur er eyjan Lundy. Draga allir þessir staðir nafn af því, að í
þeim eru varpstöðvar lundans.
Lundinn Fratercula arctica (L) syn. Mormon fratercula Faber er norrænn
fugl af svartfuglaætt. Er hann algengur varpfugl við allar strendur landsins.
Nef fuglsins er áberandi skrautlegt. Hann verpir í holum. Verði hann fyrir
áreitni kemur hann út úr holunni, rís upp á tærnar og horfir i kring til að veita
hlutunum athygli (Bjarni Sæmundsson, 1936).
Litskrúð og virðulegt athæfi fuglsins í varpstöðvum hafa orðið til þess að
hann hefur hlotið ýmsar nafngiftir, sem fengnar eru úr röðum kirkjunnar
manna. Hér á landi hefur hann verið nefndur prestur og prófastur og einnig
kalla Færeyingar hann prest. Skotar nefna hann priest og í Cornwall-héraði er
hann nefndur pope (Baumgartner, 1889)*. Frakkar munu kenna hann við
(Baumgartner, 1889). Af öðrum toga eru uppnefnin Tommy Noddy, Tom eða Tammie-norie,
sem notuð hafa verið á Shetlandseyjum yfir lunda. (A New English Dictionary, 1926).