Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 181
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Grundvöllurinn fyrir þessum misskilningi er sá að gengið hefur verið út frá
því sem vissu að hraunið sé úr Eldgjá komið og ekki hugað að öðrum mögu-
leikum. Ekki hefur verið látið að öðrum möguleika liggja fyrr en í greinar-
korni, sem ég reit í Náttúrufræðinginn 1954, en þar segir orðrétt: ,,Vel má vera
að gosið hafi austan Skaftár samtímis og Eldgjá gaus, og líkur virðast á að
finna megi framhald Eldgjársprungunnar á þeim slóðum —“ (Jón Jónsson
1954). Þetta staðfesti síðar Guðmundur Kjartansson (1962) með korti sínu
(Blað 6 Mið-Suðurland). Loks kortleggur svo Björn Jónasson (1974) um 20
km langa gossprungu, sem nær frá því rétt norðan við Uxatinda og norður á
móts við Tröllhamar og sem er i beinu framhaldi af Eldgjá. Þessa gígaröð
kallar hann Kambagígi og slær því föstu að ,,hraunið sver sig í ætt við
Eldgjá.“ Jafnframt segir hann að ,,Kambahraun sé jafnaldra Landbrots-
hrauni“ (Björn Jónasson 1974).
Tvö Ijós öskulög
Tvö ljós öskulög eru afgerandi fyrir þetta spursmál. Þau eru með um 34 sm
millibili í jarðvegi um alla Síðu, Fljótshverfi, Landbrot og Skaftártungu.
Neðra lagið er 3800±80 ára samkvæmt C14 aldursákvörðunum. Efra lagið er
um 3500 ára samkvæmt sömu aldursákvörðun og sennilega komið úr vestan-
verðum Vatnajökli. Bæði þessi öskulög — og raunar fleiri ljós öskulög neðar í
jarðvegi — eru ofan á Landbrotshrauninu. S.l. sumar (1982) var ég svo hepp-
inn að geta dvalið eina kvöldstund í Eldgjá. Þá fann ég margra (líklega allt að
8) metra þykk jarðvegslög undir Eldgjárhrauni þar sem það fellur austur úr
gjánni og Nyrðri-Ófæra rennur. Er skemmst frá því að segja að þar eru þessi
bæði umræddu, aldursákvörðuðu öskulög auk fjölda annarra undir Eldgjár-
hrauni. Þetta sýnir svo ekki verður um villst tvennt, nefnilega: að Landbrots-
hraunið getur ómögulega verið úr Eldgjá sjálfri og að það er mörgþúsund ára.
Ennfremur sýnir þetta jarðvegssnið að gosið í Eldgjá hefur orðið mjög seint
og ekkert því til fyrirstöðu að áætlaður aldur þess sé nærri lagi. Sýnist mér þá
allt koma til rétta, en nánari grein fyrir jarðfræðilegu hlið málsins verður gerð
síðar og á öðrum stað. Varðandi aldur Landbrotshrauns, sem réttara væri
nefnt Kambahraun eða Kambagígahraun samkvæmt núverandi vitneskju, er
því við að bæta að það gæti vel verið a.m.k. 1000 árum eldra en ég hef áður
áætlað.
Ýmislegt fleira er í ritgerð Sigurðar, sem vekur spurningar og jafnframt
nokkra undrun, svo sem tilgátan að hólarnir kunni að hafa verið nefndir
Birnir. Ekki þykir mér tilgáta sú meira en í meðallagi vísindaleg, og ekki þekki
ég hliðstæðu. Örnefni eru ekki ávallt rétt. Ekkert er til sem heitir Ásgarðstjörn
og aldrei var heimarafstöð við Ásgarðslæk heldur var lækurinn á sínum tíma