Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 181

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 181
184 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Grundvöllurinn fyrir þessum misskilningi er sá að gengið hefur verið út frá því sem vissu að hraunið sé úr Eldgjá komið og ekki hugað að öðrum mögu- leikum. Ekki hefur verið látið að öðrum möguleika liggja fyrr en í greinar- korni, sem ég reit í Náttúrufræðinginn 1954, en þar segir orðrétt: ,,Vel má vera að gosið hafi austan Skaftár samtímis og Eldgjá gaus, og líkur virðast á að finna megi framhald Eldgjársprungunnar á þeim slóðum —“ (Jón Jónsson 1954). Þetta staðfesti síðar Guðmundur Kjartansson (1962) með korti sínu (Blað 6 Mið-Suðurland). Loks kortleggur svo Björn Jónasson (1974) um 20 km langa gossprungu, sem nær frá því rétt norðan við Uxatinda og norður á móts við Tröllhamar og sem er i beinu framhaldi af Eldgjá. Þessa gígaröð kallar hann Kambagígi og slær því föstu að ,,hraunið sver sig í ætt við Eldgjá.“ Jafnframt segir hann að ,,Kambahraun sé jafnaldra Landbrots- hrauni“ (Björn Jónasson 1974). Tvö Ijós öskulög Tvö ljós öskulög eru afgerandi fyrir þetta spursmál. Þau eru með um 34 sm millibili í jarðvegi um alla Síðu, Fljótshverfi, Landbrot og Skaftártungu. Neðra lagið er 3800±80 ára samkvæmt C14 aldursákvörðunum. Efra lagið er um 3500 ára samkvæmt sömu aldursákvörðun og sennilega komið úr vestan- verðum Vatnajökli. Bæði þessi öskulög — og raunar fleiri ljós öskulög neðar í jarðvegi — eru ofan á Landbrotshrauninu. S.l. sumar (1982) var ég svo hepp- inn að geta dvalið eina kvöldstund í Eldgjá. Þá fann ég margra (líklega allt að 8) metra þykk jarðvegslög undir Eldgjárhrauni þar sem það fellur austur úr gjánni og Nyrðri-Ófæra rennur. Er skemmst frá því að segja að þar eru þessi bæði umræddu, aldursákvörðuðu öskulög auk fjölda annarra undir Eldgjár- hrauni. Þetta sýnir svo ekki verður um villst tvennt, nefnilega: að Landbrots- hraunið getur ómögulega verið úr Eldgjá sjálfri og að það er mörgþúsund ára. Ennfremur sýnir þetta jarðvegssnið að gosið í Eldgjá hefur orðið mjög seint og ekkert því til fyrirstöðu að áætlaður aldur þess sé nærri lagi. Sýnist mér þá allt koma til rétta, en nánari grein fyrir jarðfræðilegu hlið málsins verður gerð síðar og á öðrum stað. Varðandi aldur Landbrotshrauns, sem réttara væri nefnt Kambahraun eða Kambagígahraun samkvæmt núverandi vitneskju, er því við að bæta að það gæti vel verið a.m.k. 1000 árum eldra en ég hef áður áætlað. Ýmislegt fleira er í ritgerð Sigurðar, sem vekur spurningar og jafnframt nokkra undrun, svo sem tilgátan að hólarnir kunni að hafa verið nefndir Birnir. Ekki þykir mér tilgáta sú meira en í meðallagi vísindaleg, og ekki þekki ég hliðstæðu. Örnefni eru ekki ávallt rétt. Ekkert er til sem heitir Ásgarðstjörn og aldrei var heimarafstöð við Ásgarðslæk heldur var lækurinn á sínum tíma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.