Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 182
BJARNAGARÐUR I LANDBROTI
185
stíflaður upp vegna vatnsveitu. Refstaðir eru rangt settir á kortið á bls. 13.
Þetta eru þýðingarlitlir smámunir, sem þó hefði verið auðvelt að komast hjá.
Hitt er öllu verra að slengt er fram fullyrðingu eins og þeirri að: „Gjóskulaga-
rannsóknir Guðrúnar Larsen hafa nú fært sönnur á þá skoðun Þorvalds
Thoroddsens — að Landbrotshraunið sé frá fyrri hluta 10. aldar“. Fullyrð-
ingar af þessu tagi ber að harma. Þær eiga ekki heima í ritgerð, sem ætlast er
til að tekin sé alvarlega, sem vísindi. ,,Smiðshöggið á ákvarðanir á aldri Land-
brotshrauns“ hefur raunar reynst fullkomið klámhögg. Ekki veit ég mikið um
eldgosaminjar í ískjörnum frá Grænlandsjökli, en játa skal ég að dauftrúaður
er ég á að með þeirri aðferð sé hægt að fullyrða að gos hafi orðið í Eldgjá
fremur en t.d. Kötlu. Það ég hef hlerað sýnist mér að sönnunin sé raunar sú að
stórgos hafi orðið og að það gœti hafa verið í Eldgjá. Sannleikurinn er sagna
bestur. Ég hef lítið skoðað Eldgjá og gosstöðvarnar þar en nóg þó til þess að
gera mér ljóst að þar er enn mikið verk óunnið áður en þekking okkar á þeim
eldstöðvum er nokkurn veginn viðunandi.
Skjaldbreið
Hvað viðvíkur sögninni um byggð í Skjaldbreið má hér bæta því við að sé
einhver tilhæfa í því að íbúar þeirrar byggðar hafi haldið búsmala sínum
vestan við Bjarnagarð þá er augljóst að byggð sú hefur hlotið að vera í beinum
tengslum við Landbrot og engin umtalsverð vatnsföll þar á milli. Hafa því —
Holtsá, Fjaðrá, Stjórn og Geirlandsá, sem eftir að hafa sameinast, eru mikið
vatnsfall við allar venjulegar aðstæður og foráttuvötn í rigningatíð — hlotið
að falla til sævar austan við Skjaldbreið. Frá því svæði, sem nú heitir Skjald-
breið er nokkuð löng leið til þess að reka búsmala vestur fyrir Bjarnagarð
kvölds og morgna. Hafi kirkja Skjaldbreiðarmanna verið að Saurbæ og sá
bær við Saurbæjarháls sýnist mér meiri líkur til að Skjaldbreiðarbyggð hljóti
að hafa verið nær Landbroti heldur en örnefnið nú er.
Það er þakkarvert að rannsaka leifar af mannvirkjum feðranna. Þar er
mikið verk óunnið. Með sinni víðtæku þekkingu á öskulögum í jarðvegi hefur
Sigurður til þess meiri möguleika en nokkur annar, og þakkir mínar skal hann
hafa fyrir það að hafa ráðist í að rannsaka Bjarnagarð.
HEIMILDIR
Kjartansson, Guðmundur (1962). Jarðfræðikort af íslandi. Blað 6 Mið-Suðurland. Menn-
ingarsjóður.
Larsen, Guðrún (1979). Um aldur Eldgjárhrauna. Náttúrufræðingurinn 49. Bls. 1—80.