Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 186
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1981
189
Er þetta umferðargæzla, og er farið um allt Háskólahverfið að kvöldi og á
næturnar, en ekki hafði þó verið fundið endanlegt form fyrir þessi gæzlumál.
28. september hélt Irwin Scollar frá Rheinisches Landesmuseum í Bonn er-
indi í safninu um loftljósmyndatökur og þýðingu þeirra fyrir fornleifarann-
sóknir.
Inga Lára Baldvinsdóttir vann við safnið frá 1. janúar til 31. ágúst og lauk
þá m.a. skráningu á safni Sigurðar Guðmundssonar málara.
Að öðru leyti voru safnstörf með svipuðum hætti og áður, en geta má þess,
að hafizt var handa um að flokka skjalasafn Þjóðminjasafnsins, sem hingað
til hefur verið að miklu leyti óskráð, en nokkur sérsöfn hafa þó verið skráð og
könnuð vandlega, svo sem skýrt hefur verið frá áður í skýrslu.
Þá var og gert nokkurt átak í merkingu safnauka, sem búið var að skrá en
hlutir ekki verið merktir jafnharðan.
Margrét Gísladóttir forvörður lauk viðgerð á hökli Sauðlauksdalskirkju,
þeim er Rannveig Ólafsdóttir prestsfrú í Sauðlauksdal saumaði 1764 en gerður
er úr eldri hökli. Verður hökullinn varðveittur í safninu enn um sinn þar sem
aðstæður eru ekki góðar til geymslu þar í kirkjunni á slíkum grip.
Þá sótti Margrét dagana 23.—30. maí fund norrænna forvarða í Osló, en
síðan dvaldist hún við nám i Abbegg-Stiftung í Bern 3 mánuði frá 1. júní.
Fékk hún myndarlegan styrk til dvalarinnar frá þeirri stofnun, en hins vegar
tók hún með til viðgerðar þrjá hluti úr safninu, altarisklæði, Þjms. 2371,
korpóralshús, Þjms. 278 og altarisbrún, Þjms. 52, sem hún gerði við þar ytra.
— Síðla ársins gerði Margrét við og hreinsaði tvo hökla úr Þykkvabæjar-
klausturskirkju og altarisklæðið gamla í Þingeyrakirkju, frá 1763.
Hér skal enn vikið að þeirri miklu þörf, sem er fyrir forvörzlu af öllu tagi,
ekki aðeins hér í safninu heldur og annars staðar, svo sem í byggðasöfnum og
kirkjum landsins, sem eiga ýmsa vandaða og illa farna gripi, sem marga
hverja þarf að taka til gagngerðrar meðhöndlunar.
Þá var sett upp sýning á úrum, klukkum og hljóðfærum framan við bað-
stofuna frá Skörðum, sem sagt var frá i síðustu skýrslu, í stofu þeirri, er Ás-
búðarsafnið var í áður.
Enn fremur var lítil sérsýning um útsaumsgerðir, sem sett var upp 1976,
endurskipulögð og komið fyrir með fastasýningum í Amtmannsstofu.
Um störf Þjóðháttadeildar er eftirfarandi skýrsla Árna Björnssonar safn-
varðar:
Þjóðháttadeild
Á árinu voru sendar út þrjár spurningaskrár, nr. 43—45. Fjallaði ein um
reiðtygi ásamt aukaspurningu um rústir, önnur um smiði og smiðjur, en hin