Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 187
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þriðja um handfæraveiðar á skútum. Má segja, að þar sé um að ræða fram-
hald af heimildasöfnun Lúðvíks Kristjánssonar, en hann afmarkar ritverk
sitt, íslenska sjávarhœtti, við árabátaútgerð. Ágúst Ó. Georgsson fil. kand.
vann 2 mánuði að undirbúningi þessa spurningalista og safnaði upplýsingum
um þá skútusjómenn, sem enn eru á lífi og reyndust fleiri en menn höfðu
þorað að vona.
Á árinu bættust 222 númer í heimildasafn deildarinnar, og voru þau í árslok
orðin 5.189.
Hallgerður Gísladóttir BA lauk að mestu við að skrásetja heimildasafn Hol-
gers Kjær frá 1929 um uppeldi á íslenskum heimilum, en vann auk þess síð-
ustu mánuði ársins í hlutastarfi að daglegum störfum á deildinni.
Margir nemendur í þjóðháttafræði við sagnfræðistofnun Háskóla íslands
hagnýttu sér heimildasafn deildarinnar við ritgerðasmíð, en við kennslu þeirra
tók Frosti F. Jóhannsson í ársbyrjun 1981. Fær deildin eintök af öllum þess-
um ritgerðum til varðveislu.
Fræðirit safnmanna
Á árinu birtust eftirtalin fræðirit starfsmanna safnsins:
Árni Björnsson:
Merkisdagar á mannsævinni.
Geisladagur. Árbók 1980.
Barnsöl og sængurbiti. Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar.
Elsa E. Guðjónsson:
Fáein orð um fálkamerki Sigurðar Guðmundssonar málara. Árbók
1980.
A Sprang Embroidered Altar Frontal from Iceland. With an Excursus:
Icelandic References to Sprang. Documenta Textilia. Festschrift fur
Sigrid Muller-Christensen. Múnchen.
A Note on Mediaeval Icelandic Shaggy Pile Weaving. Bulletin de
Liaison du Centre International d’Etude des Textiles Anciens, Volume
51—52.
Nordisk seminar om bibeholdelse af folke- og nationaldragter, afholdt
19.—20. juni 1980 i Reykjavík. Rapport. Reykjavík. (Fjölrit).
Um tilvitnanakerfi. Ljóri, 2:1.
Icelandic Embroidery Techniques. Reykjavík. Sýningarskrá. (Ljósrit).
Ég er safnvörður. Sextán konur. Gísli Kristjánsson bjó til prentunar.
Reykjavík.
Guðmundur Ólafsson:
Lifandi söfn eða dauðar geymslur. Ljóri, 2:1.