Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 188
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1981
191
Halldór J. Jónsson:
Þjónustuhlutverk Þjóðminjasafnsins. Ljóri, 2:1.
Þór Magnússon:
Silfursjóður frá Miðhúsum í Egilsstaðahreppi. Árbók 1980.
Hrafnahrekkurinn. Sitt af hverju um refagildrur. Árbók 1980.
Rögnvaldur Sigmundsson gullsmiður í Fagradal. Heiðursrit til Sverra
Dahl 70 ár. (Fróðskaparrit 28. og 29. bók).
The Story of the Drinking Horn. Atlantica, winter-spring 1981—82.
Þorkell Grímsson:
Stóll Rafns Brandssonar. Árbók 1980.
(Ath. Prentvillur hafa orðið í ritskrá Elsu fyrir 1980 í síðustu Árbók, fyrsti
titill á að vera Hannyrðir Helgu Sigurðardóttur?, og annar titill Tveir rósaðir
riðsprangsdúkar.)
Sýningar og aðsókn
Á árinu komu 32.976 skráðir sýningargestir í safnið auk skólanema sem
komu í safnið á sama hátt og háður. Annaðist Sólveig Georgsdóttir þær heim-
sóknir á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Áður hefur verið getið sýningar safnsins, Sigurður Þorsteinsson gullsmiður,
sem stóð frá 4. apríl til 30. sept. Kom alls 11.191 gestur á sýninguna.
Ekki voru skráðir sérstaklega gestir sem sáu lækningaminjasýninguna.
Safnauki
Á árinu 1981 voru færðar 148 færslur í aðfangabók safnsins, flest gjafir,
margt af því myndir og ýmislegt smálegt og oft voru margir gripir í sömu
færslu, eins og áður. — Helztu gripir, sem safninu bárust, voru þessir:
Mynd Þorsteins Guðmundssonar málara af Margréti Halldórsdóttur og
Ólafi Guðmundssyni, gef. Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Ásgarði; teikning
Sigurðar Guðmundssonar málara af Guðrúnu Blöndal, gef. Lárus Blöndal,
f.h. Blöndalsfélagsins; teskeið eftir Sumarliða Sumarliðason, gef. Ingibjörg
Þorsteinsdóttir frá Höllustöðum; blýantsteikning Arngríms Gíslasonar mál-
ara af Jónasi Friðfinnssyni (keypt); Ijósmyndaplötur og ýmsir hlutir til ljós-
myndunar, þar á meðal myndavélar, úr eigu Nicoline Weywadt á Teigarhorni
(keypt); minnispeningur Thorvaldsens frá 1817, gef. Stefán Árnason, Syðri-
reykjum; útskorinn stokkur og fleiri munir, gef. Anna Marteinsson, Winni-
peg; hljóðpípa úr eigu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, gef. Jörgen
B. Strand, Kaupmannahöfn; sjö penna- og vatnslitamyndir frá íslandi á síð-