Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 190
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJ ASAFNIÐ 1981
193
einstæðir og gefa margvíslega heimild um menningarsögu þjóðarinnar á
liðnum öldum.
Þá var hafizt handa um rannsókn kirkjurústarinnar svonefndu á Esjubergi
á Kjalarnesi, sem kölluð hefur verið kirkjurúst Örlygs Hrappssonar og friðlýst
er. Þótti forvitnilegt að ganga úr skugga um eðli þessarar rústar og ekki sízt
hvort um kirkjurúst væri að ræða frá frumkristni hér á landi. Hafði Guð-
mundur Ólafsson stjórn rannsóknarinnar á hendi.
Er skemmst frá að segja, að þarna reyndist ekki kirkjurúst heldur aðeins
grjótdyngja, sem leit þó rústarlega út fyrir rannsókn og hefur það gefið henni
nafnið. Var þá frekari rannsókn hætt eftir að hið rétta kom í ljós.
Þá var tekið til við rannsókn á þingstaðnum í Þingnesi við Elliðavatn, sem
þótt hefur forvitnilegur. Þar eru fjölmargar þingbúðarústir og er staðurinn þó
ekki þekktur úr gömlum heimildum, en það mun hafa verið Jónas Hallgríms-
son, sem fyrst vakti athygli á þeim. Gróf hann lítillega í rústirnar, en þarna
vilja menn jafnvel halda, að Kjalarnesþing hið forna hafi verið haldið. — Var
hafizt handa um rannsókn einnar stærstu rústarinnar og kom í ljós stórt og
mikið hús svo og grjóturð sunnan þess, en ekki kom eðli þessa húss glöggt í
ljós.
í þessu sambandi má geta, að hin svokallaða dys hjá Esjubergi á Kjalarnesi,
sem friðlýst var og rannsökuð fyrir nokkrum áratugum, var eyðilögð. Höfðu
vinnuvélar frá sandnámi þar rétt hjá rutt grjótinu úr dysinni, enda þótt frið-
lýsingarmerki væri við hana. Var verktaka gert að bæta spjöllin, en erfiðlega
gekk að fá það framkvæmt.
Þá rannsakaði þjóðminjavörður fornar grafir á Kjallaksstöðum í Dala-
sýslu, sem komið höfðu í ljós fyrir nokkrum áratugum. Voru þarna tvær
beinagrindur og hin þriðja kom einnig í ljós en varð ekki rannsökuð. Ekki
virtist þetta vera heiðinn kumlateigur, heldur frekar grafir úr kristni, en ekki
er þó vitað um kirkju eða bænhús að Kjallaksstöðum.
Þá kom í ljós merkileg gröf undir kirkjunni að Skarði á Skarðsströnd við
viðgerð kirkjunnar. Rannsakaði Guðmundur Ólafsson og samstarfsmenn
hans frá Þingnesi gröfina, en þar komu í ljós leifar af gullsaumi og fleira at-
hyglisvert, en sjálf gröfin var tóm.
í ljós kom einnig hinn forni kirkjugarður að Hofi í Hjaltadah sem áður hef-
ur orðið vart, og fór Guðmundur Ólafsson þangað norður og gerði athuganir
á stærð og stað garðsins.
Ferðir safnmanna
Ferðir safnmanna innanlands eru margar og margvíslegar og ekki ástæða til
að fjölyrða um þær flestar, nema þær sem eru rannsóknarferðir að marki.
13