Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 194
SKÝRSLAUM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1981
197
Austurlands, sem áformað er að byggt verði yfir í samvinnu við bóka- og
skjalasafn, og hafa tekizt samningar við landbúnaðarráðuneytið um fjárveit-
ingar til þess, þar sem byggðasafnið hefur afsalað sér húsrými á Skriðu-
klaustri til tilraunastöðvarinnar þar. Voru keypt tvö timburhús sem bráða-
birgða vinnu- og geymsluhúsrými fyrir safnið.
Tceknisafn og sjóminjasafn
Menntamálaráðherra veitti með bréfi heimild til að stofna tæknideild eða
tæknisafn innan Þjóðminjasafnsins, en ekki hefur það í reynd orðið nema
nafnið eitt, þar sem hvorki er húsrými né fjárveiting til þeirra hluta. Hefur þó
ýmsum tækniminjum verið komið fyrir i geymslum á Bessastöðum og í
geymslu, sem safnið hefur á leigu á Artúnshöfða, svo og í húsinu frá Vopna-
firði, sem er í Árbæjarsafni. — Má geta þess, að safnið tók til varðveizlu stóra
og merkilega prentvél úr Iðnskólanum, sem upphaflega var í Félagsprent-
smiðjunni og mun hafa komið til landsins 1916. Borgarráði var sent bréf um
hugsanlega lóð fyrir tæknisafn, helzr inni í Elliðaárdal eða í grennd við gömlu
rafstöðina við Elliðaár, en ekkert ákveðið svar fékkst við því erindi.
Til sjóminjasafns voru veittar kr. 300 þús. á fjárlögum og rann það fé allt
við viðgerðar Bryde- pakkhússins í Hafnarfirði, sem áformað er að nota sem
geymslu- og sýningarrými. Var framhlið hússins endurnýjuð, máttarviðir og
gólfbitar og síðan klætt að nýju, en þetta var mikið skemmt af fúa. Er vandað
svo til viðgerðarinnar sem föng eru á, en Páll V. Bjarnason arkitekt segir fyrir
um viðgerð og annast hana Bjarni Böðvarsson húsasmíðameistari, en verkið
er unnið undir yfirumsjá sjóminjasafnsnefndar.
Húsafriðunarnefnd
Páll Lýðsson sagði lausu sæti sínu í nefndinni sökum anna, en við tók Þórð-
ur Tómasson safnvörður i Skógum, tilnefndur af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga.
Lilja Árnadóttir starfar sem ritari nefndarinnar.
Nefndin hélt 7 fundi á árinu og var einkum fjallað um friðlýsingar, eftirlit
með viðgerðum og nefndin úthlutar einnig úr Húsafriðunarsjóði. Alls var út-
hlutað sem beinum viðgerðarstyrkjum kr. 430 þús., en þar að auki var greidd
vinna arkitekta og viðgerðareftirlit. — Voru beinir styrkir sem hér segir:
Til Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, kr. 40 þús.; til Torfusamtakanna, v.
Bernhöftshúss, kr. 50 þús.; til Norska hússins, kr. 40 þús.; til Gunnlaugshúss í
Flatey, kr. 30 þús.; til Gömlu-búðar á Eskifirði, kr. 50 þús.; til hússins Garða-
stræti 11A í Reykjavík, kr. 40 þús.; til Stafafellskirkju, kr. 40 þús.; til
Faktorshúss á ísafirði, kr. 40 þús.; til hússins Vorsalir i Flatey, kr. 20 þús.; til