Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 197
ÞÓR MAGNÚSSON
SKYRSLA UM ÞJÖÐMINJASAFNIÐ 1982
Starfslið
Sú viðbót varð við fast starfslið safnsins á árinu, að Margrét Gísladóttir var
sett í starf forvarðar á sviði textíla 1. apríl, en hún hefur unnið í safninu und-
anfarin ár, lengst af fyrir fé Þjóðhátiðarsjóðs.
Þorkell Grímsson safnvörður fékk starfsleyfi frá 15. nóvember.
Almennt um safnstörf
Almenn safnstörf og störf út á við á vegum safnsins guldu þess, að fjárhag-
ur safnsins var mjög erfiður allt árið og hefur nú mjög dregið til hins verra um
fjárveitingar hins opinbera. Voru framlög bæði skorin niður frá því sem upp-
haflega var á fjárlögum, en svo leikur verðbólgan eðlilega starfsemina grátt,
þar sem æ meira þarf að greiða til fastra útgjaldaliða, svo sem rafmagns, hita
og síma, og verður þá minna eftir til safnstarfa og rannsóknarverkefna.
í upphafi ársins var hafizt handa um að breyta íbúðinni á neðstu hæð húss-
ins, sem staðið hefur að mestu ónotuð síðan haustið 1979, í skrifstofur. Hafði
embætti Húsameistara ríkisins með að gera teiknivinnu og skipulag í stórum
dráttum. En í ljós kom, að þetta varð mun meira og kostnaðarsamara verk en
ætlað hafði verið og þó einkum vegna þess, að brjóta þurfti upp mikið af
gólfum og leggja nýjar lagnir.
Verkinu varð hvergi nærri lokið og varð að láta það niður falla í miðjum
klíðum í júnímánuði vegna fjárskorts. Var þá búin lagnavinna, múrverk og
raflagnir að hluta. Tókst þó að koma i lag kvennasalerni hússins, sem varð
miklum mun betra en verið hafði fyrir, enda er hreinlætis- og snyrtiaðstaða í
húsinu orðin úrelt og svarar engan veginn nútímakröfum, eins og reyndar
margt annað í húsinu.
Lyftan komst loksins í gagnið á árinu, en þó náðist ekki að mála hana.
Athugun var gerð á fyrirkomulagi viðvörunarkerfis í húsinu í sambandi við,
að tekið var til skoðunar heildarfyrirkomulag slíks kerfis í húsum háskólans.
Var lagður kapall milli háskólabygginganna en ekki hafði verið tekin ákvörð-